Andvari - 01.01.2009, Page 125
andvari
„OG VEISTU ÞAÐ, AÐ ÞÚ ERT EKKI TIL"
123
sem lykst utan um eitthvað úr myrkri, stundum er það draumur en stundum
brunnur. í ljóðinu Etude segir svo:
Mitt hjarta er eins og brunnur
bak við skíðgarð ókunns húss
í skjóli hárra trjáa.
Og löngu seinna mun þér reikað verða
í rökkurmóðu einhvers liðins dags
að þessum stað.
Og þú munt sjá þig sjálfan
sem lítið, saklaust barn
á botni djúpsins.
Þetta litla saklausa barn sem hvílir á botni brunnsins er bæði lifandi og dáið
og í þessu ljóði koma saman óteljandi þræðir úr öðrum ljóðum Steins. Þar er
minning tengd sorg og missi, og þessi „Hlutur“ er lokaður inni í grafhvelf-
ingu í brjósti ljóðmælandans. Þetta myndmál er vel þekkt úr þunglyndisfræð-
um, einkum kenningum búlgarsk-franska bókmenntafræðingsins og sálgrein-
andans Júlíu Kristevu sem sækir það upphaflega til kenninga Abrahams og
Mariu Torok. í bókinni Svört sól. Um geðdeyfð og þunglyndi lýsir Kristeva
þunglyndinu eða melankólíunni sem sorg án viðfangs, sorg yfir „engu“, ein-
hvers konar grundvallarvöntun eða skerðingu á sjálfsverunni. Þetta þunglyndi
er til marks um eldgamalt, narsískt sár sem hefur orðið til í sjálfsverunni áður
en fyrsta viðfang hennar afmarkaðist og þess vegna getur hún ekki tengt missi
sinn við neitt eða neinn. Sorgin verður þannig viðfang í sjálfri sér, eina við-
fangið sem hinn þunglyndi á og hefur.8 Og hann gætir þess vel og lokar það
inni í grafhýsi í sálinni, hlúir að því og passar að enginn komist að því - úr
því að hann gerir það ekki sjálfur. Og ef til vill er ekkert þarna inni.
Ég geng í hring
í kringum allt, sem er.
Og innan þessa hrings
er veröld þín.
Minn skuggi féll um stund
á gluggans gler.
Ég geng í hring
í kringum allt, sem er.
Og utan þessa hrings
er veröld mín.