Andvari

Volume
Issue

Andvari - 01.01.2009, Page 126

Andvari - 01.01.2009, Page 126
124 DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR ANDVARI Oft hefur ljóðlist Steins Steinars verið kennd við tilvistarstefnu Jean Paul Sartre. Það gerir Silja Aðalsteinsdóttir meðal annars í grein sinni um Stein í Skírni 1981. í meginriti sínu Verunni og neindinni fjallar Sartre um neikvæðn- ina sem liggur til grundvallar baráttunni fyrir merkingu. Hann segir: „Tómið hefur hringað sig saman í hjarta verunnar eins og ormur“.9 Á þennan hátt hefur „tómið“ verið tekið inn í hugveruna eins og Sartre hugsar sér hana og hvað eftir annað dregur hann upp mynd af harðvítugri baráttu verunnar gegn neindinni sem hann vill að við vitum af en verjumst með ráðum og dáð. Sá sem ekki notar frelsi sitt til þess er „í vondri trú“. Það eru ákveðin líkindi milli tilvistarstefnunnar og þunglyndisins sem áður var lýst, hvort tveggja býr yfir innsæi í þann aðskilnað og missi sem liggur sjálfsverunni til grundvallar. En viðbrögðin við þessu innsæi eru ólík. Sá þunglyndi lifir í missi sínum og neitar að gera hann fjarlægan með því að tala um hann. Sá þunglyndi trúir ekki á táknið, tungumálið. Hann afneitar því ekki aðeins einu sinni, hann afneitar því tvisvar. Hann viðurkennir ekki missi sinn og afneitar því að hann hafi fengið tungumálið sem uppbót fyrir eitthvað sem hann hafi aldrei misst. Hinn þunglyndi getur talað mikið og hlegið hátt en orðræða hans kemur oft upp um sig af því að það vantar í hana dýpt og hófstillingu og sátt, hún sveiflast eins og vanstilltur taktmælir, gengur of hratt eða of hægt, hinn þunglyndi hefur tilhneigingu til að segja „alltaf færri og færri orð“.10 Og við sjáum þá tilhneigingu vaxa hjá Steini frá bók til bókar. í Ferd án fyrirheits eru ljóð sem ekki eru aðeins byggð upp kringum þversagnir heldur tvöfalda þau neitunina eins og í ljóðinu Tveir skuggar sem endar svo: Ég horfði daglangt út um opinn glugga, og fjarlæg rödd mér barst með blænum inn: Þú, sem ert hér, skalt hverfa í heimsins skugga, og heimurinn skal hverfa í skugga þinn. Þú hverfur í skugga heimsins og heimurinn hverfur í skugga þinn. Hvað ger- ist? Svarið er: ekkert. Ekkert hefur gerst. Þetta er tilbrigði við stílbragð sem heitir „chiasmus“ eða krossbragð og byggist á því að a verður b og b verður a, en það stílbragð kemur nokkuð oft fyrir í biblíumáli og við þekkjum orðs- kviði komna þaðan eins og: „Og margir verða þeir seinastir sem eru fyrstir og þeir fyrstir sem seinastir eru.“n í dæmi Steins hnykkir endurtekningin ekki á fyrri fullyrðingunni eins og í biblíudæminu heldur afneitar henni og tekur hana aftur: Þú sem ert hér, skalt hverfa í heimsins skugga, og heim- urinn skal hverfa í skugga þinn. Annað dæmi um þetta er í ljóðinu Ástinni og dauðanum:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Andvari

Subtitle:
Tímarit Hins íslenska þjóðvinafélags
Publication Type:
Collection:
Gegnir:
ISSN:
0258-3771
Language:
Volumes:
144
Issues:
155
Registered Articles:
Published:
1874-present
Available till:
2019
Locations:
Publisher:
Hið íslenzka þjóðvinafélag (1874-present)
Keyword:
Description:
Bókmenntir : Ritrýndar greinar : Hið íslenska þjóðvinafélag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue: 1. tölublað (01.01.2009)
https://timarit.is/issue/356371

Link to this page: 124
https://timarit.is/page/5672832

Link to this article: "Og veistu það, að þú ert ekki til"
https://timarit.is/gegnir/991008661969706886

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

1. tölublað (01.01.2009)

Actions: