Andvari - 01.01.2009, Side 133
andvari
HAMLET ÍSLENSKRAR LEIKLISTAR?
131
var hann ólíkur þeim starfs-
bræðrum sínum, sem hann
átti hvað mest saman við að
sælda, Haraldi Björnssyni
og Þorsteini Ö. Stephensen.
Þeir þurftu báðir að berjast
fyrir sínu og voru báðir
leikarar af þeirri gerð, sem
ég minntist á hér á undan:
seinir til listræns þroska
og risu hæst á síðari hluta
starfsævinnar. Báðir voru
þeir fastir fyrir, jafnvel
harðir og óbilgjarnir; þeir
biðu báðir þunga ósigra, en
létu andbyrinn ekki stöðva
sig. Lárus var miklu mýkri
maður en þeir; ef á rétt hans
var gengið kaus hann frem-
ur að hörfa inn í þögnina en
að standa fast á sínu, verja
sjálfan sig og málstað sinn
af einurð og festu. Við lest-
ur Lárusarsögu Þorvalds
má oft skynja hjá honum
öryggisleysi, leyndan kvíða,
ójafnvægi og taugaveiklun. Hann gat brugðist hart við, rokið upp, en það virð-
ist yfirleitt hafa staðið stutt. Illindi voru eitur í hans beinum. Trúlega mætti
segja um hann, að hann hafi verið haldinn átakafælni; að hann hafi hneigst
til að taka hlutina of nærri sér, grafa sig niður í sorgir og sársauka, í stað þess
að reyna að losa sig sem fyrst við slíkar byrðar.
Raunin varð og sú að hann leitaði huggunar í faðmi Bakkusar, uns hann gat
ekki losað sig úr fangbrögðum goðsins. Það er út af fyrir sig lofsvert, hversu
hreinskilið Þorvaldur fjallar um þennan þátt í Lárusarsögu sinni, þó að líkast
til tengi hann drykkju Lárusar fullmikið líkamlegum veikindum sem hann
verður fyrir um miðjan sjötta áratuginn.7 Trúlega hefur Lárus verið alkóhól-
isti alla tíð; maður sem mátti hreinlega ekki nota áfengi. En þetta var fyrir
tíma AA, SÁÁ og annarra hjálparstofnana sem menn geta nú leitað til; við-
horfið til alkóhólisma var allt öðruvísi en nú er, neikvætt og hleypidómafullt.
^ið þetta bættist að hjónabandið varð ákaflega erfitt; kona hans, Mathilde
Marie Ellingsen, ávallt kölluð „Systa“, var mikill sjúklingur og naumast heil