Andvari - 01.01.2009, Síða 137
andvari
HAMLET ÍSLENSKRAR LEIKLISTAR?
135
ins eru að sjálfsögðu mikilvæg heimild um alla embættisfærslu Guðlaugs og
samskipti hans við helstu undirmenn sína.
Bók sinni skiptir Þorvaldur í fjóra hluta eða þætti sem skiptast síðan í
undirkafla, án tölusetningar. Fjallar fyrsti þáttur um æsku og uppvöxt Lárusar
í Reykjavík. Annar þáttur snýst um námsárin í Kaupmannahöfn. Sá þriðji
um heimkomu Lárusar og starf á fimmta áratugnum. Sá fjórði um árin í
Þjóðleikhúsinu, 1950-1968.
Auðfundið er að Þorvaldur reynir að hafa frásögn sína sem liprasta, missa
aldrei sjónar á umfjöllunarefninu og íþyngja ekki lesandanum með aukaefni.
Þetta getur verið þó nokkur vandi, eins og flestir, sem hafa spreytt sig á ævi-
sagnaritun, ættu að kannast við. Sannleikurinn er sá, að í leit sinni finna slíkir
höfundar oft mikið af ýmsu áhugaverðu, sem vert getur verið að halda til
haga, en erfitt og stundum ógerlegt að flétta inn í sjálfa frásögnina. Hér áður
fyrr var trúlega algengast að menn kæmu slíku efni fyrir í aftan- eða neð-
anmálsgreinum, en það er ekki sérstaklega góð lausn í ritum sem eru fyrst og
fremst ætluð almennum lesendum. Önnur leið, sem nú er algengari og fellur
vel að nútímafrágangi bóka, er að birta þetta efni í ramma- eða hliðarklausum
sem blandast textanum líkt og myndefnið. Hér er sú leið farin, en þó heldur
sparlega, og eru það einkum bréf eða bréfakaflar ásamt brotum úr viðtölum
sem þar koma fram. Hefur höfundur aldrei séð ástæðu tii að taka þarna sýn-
ishorn úr leikdómum eða umsögnum annarra um list Lárusar, sem manni
fínnst að hefði þó átt að liggja beint við. Auðvitað vitnar hann oft í slík skrif,
en fellir þá tilvitnanir jafnan inn í meginmál.
Við ritun bókar sem þessarar þarf að velja og hafna. Það væri ekki sann-
gjarnt að ætlast til þess, að höfundur geti gert öllum sviðsetningum eða öllum
stærri hlutverkum jafngóð skil. Þó er naumast óeðlileg krafa, að hann reyni
að gera sér grein fyrir því, hvar þessi verk standa í samhengi ferilsins, og
smeygja þeirri skoðun inn í frásögnina. Þetta er víða ágætlega gert og um
sumar mikilvægar sýningar, svo sem Pétur Gaut (1944), Hamlet (1949) og
íslandsklukkuna (1950) eru skrifaðir sjálfstæðir kaflar. Mér finnst þó full-
margar af helstu sýningum Lárusar sleppa í gegnum net höfundar, ekki aðeins
fyrrnefndar Strindberg-sýningar, þó að þær séu versta eyðan; það má einnig
benda á Orðið eftir Kaj Munk, Volpone Ben Jonsons í búningi Stefan Zweigs,
Silfurtúnglið eftir Halldór Laxness, Horft af brúnni eftir Arthur Miller og
Gauksklukku Agnars Þórðarsonar. Eitt stærsta leikhlutverk Lárusar, Elwood
P- Dowd, í bandaríska gamanleiknum Harvey, sem hann lék í Þjóðleikhúsinu
arið 1953, virðist hafa farið gersamlega fram hjá Þorvaldi. Harvey er ekki
stórbrotið bókmenntaverk, en þetta var viðamikið hlutverk sem Lárus fékk
agæta dóma fyrir.17 Um námsárin í Kaupmannahöfn ritar Þorvaldur langt
mál, bæði skólahaldið og listræna strauma í leikhúsinu; ég sagði í fyrrnefnd-
Um ritdómi að mér þætti það einna besti hluti verksins og hygg ég muni enn