Andvari - 01.01.2009, Qupperneq 145
ANDVARI
HAMLET ÍSLENSKRAR LEIKLISTAR?
143
Framlag Lárusar Pálssonar til verkefnavals og samskipti
við Indriða-fjölskylduna
Þegar Indriði Waage kemur til starfa hjá L.R. um miðjan þriðja áratuginn
tók hann til meðferðar ýmis verkefni sem þá var verulegt nýjabrum að. Þar
á meðal voru gamanleikir Shakespeares, Þrettándakvöld, sem var frumsýnt
vorið 1926 og Vetrarævintýri, sem var frumsýnt þá um jólin. Þetta voru fyrstu
leikrit Shakespeares sem sýnd voru á íslensku sviði. En eftir þetta lét Indriði
algerlega af slíkri viðleitni og klassísk verk sjást ekki framar á verkefnaskrá
hans. Hann hafði mun meiri áhuga á samtímaverkum, einkum ef þau höfðu
yfir sér blæ dulúðar og annarleika. Á fjórða áratugnum eru tveir Moliére-leik-
ir og Þrettándakvöld Shakespeares einu klassísku verkin á verkefnaskrá L.R.;
Þrettándakvöldið raunar að hluta með sömu leikendum og árið 1926.
Það er ekki fyrr en norska stórleikkonan Gerd Grieg kemur til Islands
á stríðsárunum að klassískar leikbókmenntir skjóta aftur upp kolli á sviði
Leikfélagsins. Haustið 1942 setur hún á svið Heddu Gabler Ibsens og fer þar
sjálf með aðalhlutverkið á móti íslenskum leikurum. Vorið 1944 sviðsetur hún
svo Pétur Gaut (raunar aðeins fyrstu tvo þættina ásamt stuttum kafla úr leiks-
lokunum) með Lárusi Pálssyni í titilhlutverkinu. í millitíðinni, vorið 1943,
hafði hún sviðsett hið rómantíska æskuverk Ibsens, Veisluna á Sólhaugum, á
vegum Norræna félagsins. Sýningin á Pétri Gaut hlaut afbragðs viðtökur bæði
gagnrýnenda og áhorfenda og markar þar með í reynd þáttaskil í sögu klass-
ískra leikbókmennta á íslensku leiksviði.45
En það er Lárus sem einn innlendra leikstjóra fylgir þessari stefnubreytingu
eftir: fyrst með fyrrnefndri sviðsetningu Kaupmannsins í Feneyjum (1945),
síðan með Eftirlitsmanni Gogols (1948) og Volpone (1949). Sem sjá má kýs
hann að veðja á gamanleiki og verður ekki annað ráðið af undirtektum jafnt
áhorfenda sem gagnrýnenda en að það hafi verið skynsamlegt.46 Auðvitað er
sýningin á Hamlet Shakespeares vorið 1949 einn liður í þessari viðleitni, en
þar lék Lárus titilhlutverkið undir stjórn vinar síns Edvins Tiemroth, sem var
sérstaklega til kvaddur að leikstýra henni. Er það næsta kostuleg saga, sem
Þorvaldur rekur, hvernig Lárus beitir klækjabrögðum til að koma því til leið-
ar. Honum tókst að fá Leikfélagið til að bjóða Tiemroth að leikstýra verki að
eigin vali, en þá höfðu þeir vinirnir áður sammælst um að það skyldi verða
Hamlet með Lárusi í titilhlutverkinu. Er af heimildum ljóst að ekki hafa allir
félagar Lárusar verið hrifnir af þessum vinnubrögðum, þegar í ljós kom hvað
á spýtunni hékk.47
Það er rétt, sem Þorvaldur segir, að heimildir eru fáorðar um samskipti
Lárusar við Indriða Waage.48 Framan af bendir þó ekkert til annars en
þau hafi verið snurðulaus. Þegar fyrsta sviðsetning Lárusar, Hái-Þór eftir