Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2009, Side 146

Andvari - 01.01.2009, Side 146
144 JÓN VIÐAR JÓNSSON ANDVARI Maxwell Anderson, fær harða dóma hjá gagnrýnanda Morgunblaðsins, snýst móðir Indriða, Eufemía Waage, Lárusi til varnar og skrifar blaðagrein þar sem hún andmælir dómaranum.49 Eufemía var engin miðlungspersóna í sög- unni, þó að ekki sé hennar minnst fyrir listræn afrek; hún var elsta dóttir Indriða Einarssonar, eiginkona Jens B. Waage, föður Indriða og aðalleik- stjóra og leiðbeinanda L.R. í tuttugu ár, og sjálf virk leikkona á fimmtán ára tímabili. Endurminningar Eufemíu, sem hún birti fyrst í leikskrá L.R. á fimmta áratugnum, eru ein merkasta heimild sem við eigum um leikstarfið á fyrstu áratugum aldarinnar. Með þessum hætti var Indriða-fjölskyldan að lýsa velþóknun sinni á hinum nýja liðsmanni; það verður ekki misskilið. Ef til vill er þó allt ekki alveg sem sýnist í þessu efni. Fljótlega eftir að Indriði tók við forystuhlutverki í L.R. um miðjan þriðja áratuginn lenti hann í harðvítugum átökum, fyrst við Guðmund Kamban, síðan við Harald Björnsson.50 Þau átök höfðu skilið eftir djúp sár og eitrað andrúmsloftið innan félagsins árum saman - eins og orð Haralds Björnssonar í sjálfsævisög- unni, sem ég vitnaði til hér á undan, eru til marks um. Um 1940 hafði Indriði sterkari stöðu en nokkur annar innan L.R. Hann hafði staðist atlögur - ef við viljum nota það orð - bæði Guðmundar Kamban og Haralds Björnssonar. Þeir Haraldur höfðu tekist hart á um völd í félaginu á árunum í kringum 1930 og þeim átökum lyktaði með sigri Indriða og hans manna sem náðu að ýta Haraldi til hliðar. Haraldur fékk, þegar hér var komið, stöku sinnum að setja upp sýningar með L.R., en var annars næsta áhrifalítill. Á síðari hluta fjórða áratugarins eru þeir Indriði og Ragnar E. Kvaran sem fyrr getur aðalleik- stjórarnir, en Ragnar var einnig vel ættaður innan félagsins og hafði á sínum tíma verið talinn efnilegur leikari. Þó að það hljómi kaldhæðnislega, skildi fráfall hans eftir skarð sem nánast beið eftir að einhver fyllti það. Skýrir það ef til vill að nokkru hversu skjótur Indriði er til að ráða Lárus Pálsson þegar hann knýr dyra? Er hugsanlegt að hann hafi ekki kært sig um að Haraldur Björnsson yrði til að stökkva inn í autt og ófyllt skarðið eftir Ragnar? í sjálfu sér er þó engin ástæða til að efa, að Indriða-fjölskyldan hafi tekið á móti Lárusi af fullri velvild. Öllum mátti vera ljóst, hversu miklu skipti að illindin innan félagsins héldu ekki áfram. Leikhúsfólk hafði einfaldlega ekki efni á því að stunda erjur og illdeilur og spilla fyrir málstað sínum bæði inn á við og út á við. Állir hlutu að sjá hvílíkur styrkur „hinni ungu listgrein“, eins og leiklistin var þá stundum nefnd á hátíðarstundum, var að fá mann eins og Lárus til starfa. Allir biðu eftir því að Þjóðleikhúsið yrði tekið í notkun; ef leikarar héldu því ekki vakandi, hver átti þá að gera það? Þá þurfti að semja um kaup og kjör, bæði við L.R. og Ríkisútvarpið, sem var orðinn umtalsverður vinnuveitandi. Stofnun stéttarfélags var mjög á döfinni og haustið 1941 létu menn loks verða af því að stofna Félag íslenskra leikara sem hefur starfað æ síðan. Lárus tók að sjálfsögðu þátt í því ásamt Indriða,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.