Andvari - 01.01.2009, Side 148
146
JÓN VIÐAR JÓNSSON
ANDVARI
stiga í pólitíkinni; báðir vel „rauðir“, eins og þá var stundum sagt. Indriði
Waage og hans nánustu félagar, Brynjólfur og Valur, munu hins vegar allir
hafa hallast á hinn vænginn, þó að enginn þeirra hafi haft bein afskipti af
stjórnmálum, svo að mér sé kunnugt um, ekki fremur en Lárus eða Þorsteinn.
Eini leikarinn, sem varð kunnur fyrir stjórnmálaþátttöku, var Jón Aðils, sem
stóð framarlega í fylkingu þjóðernissinna á fjórða áratugnum, íslenska nas-
istaflokknum.
En fleira skipti máli í litlu samfélagi en formleg flokksaðild. Móðursystir
Indriða Waage, Ingibjörg, var gift Ólafi Thors, formanni Sjálfstæðisflokksins.
Það gaf Indriða vægi í því valdatafli sem fór af stað áður en Þjóðleikhúsið
tók til starfa. íslenskt samfélag var, á þessu sviði sem öðrum, samfélag ættar-
tengsla og fjölskyldubanda, og það væri barnaskapur að líta fram hjá því,
þegar sagan er rituð.
Þjóðleikhús tekur til starfa
Stofnun Þjóðleikhússins átti sér langan aðdraganda. Undir lokin, þegar húsið
sjálft var að verða tilbúið og tekið að undirbúa reksturinn, varð hann talsvert
stormasamur. Sumir af helstu þátttakendum í þeirri sögu hafa fjallað um hana
í endurminningum sínum, en að sjálfsögðu þarf að skoða þann vitnisburð,
vega og meta, með tilliti til annarra samtíðarheimilda.54
Brynjólfur Bjarnason, sem var menntamálaráðherra í nýsköpunarstjórn-
inni (1944-1947) skipaði í ráðherratíð sinni nefnd til að undirbúa lög um
Þjóðleikhús. í henni sátu þeir Þorsteinn Ö. Stephensen, sem var formaður,
Brynjólfur Jóhannesson og Halldór Laxness. Nýsköpunarstjórnin fór frá
snemma árs 1947 og tók þá við samstjórn Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks undir forsæti Stefáns Jóhanns Stefánssonar. Mennta-
málaráðherra í henni var Eysteinn Jónsson. Eysteinn lagði þessa nefnd niður
og skipaði aðra. I henni sátu þeir Guðlaugur Rósinkranz, sem var formaður,
Gylfi Þ. Gíslason og Sigurður Bjarnason frá Vigur. Þeir sömdu síðan þjóðleik-
húslög þau sem voru samþykkt á þingi vorið 1947.
Þjóðleikhúsráð kom saman til fyrsta fundar haustið 1948 og var eitt af
fyrstu verkum þess að auglýsa stöðu þjóðleikhússtjóra. Um hana sóttu auk
Guðlaugs Lárus Pálsson, Lárus Sigurbjörnsson og Þorsteinn Ö. Stephensen.
Almælt var, þegar hér var komið sögu, að Guðlaugi væri ætluð staðan, enda
varð sú raunin. Guðlaugur hafði verið skipaður formaður þjóðleikhúsráðs,
en við þeirri stöðu tók nú Vilhjálmur Þ. Gíslason sem var jafnframt ráðinn
bókmenntaráðunautur leikhússins.
Þorvaldur segir að þjóðleikhúsnefndin fyrri, sú sem Þorsteinn stýrði, hafi
lagt fram „metnaðarfullar tillögur að rekstri Þjóðleikhússins“.55 Þar var