Andvari - 01.01.2009, Page 166
164
KRISTMUNDUR BJARNASON
ANDVARI
nafnbætur stóðu ekki undir
væntingum. Alls nam skuld
búsins við konungssjóð
509 rd. 92 sk. Hún átti
að mati dómsmálastjórn-
ar að hafa forgangsrétt í
þrotabúið. Sökum mistaka
skiptaráðanda, og vegna
þess að gleymzt hafði að
samræma dönsk og íslenzk
lög um búskipti varð kon-
ungssjóður af fénu, sem
rann til jungfrúnna Lassen
og fleira vandafólks. Kon-
ungssjóður höfðaði mál
gegn Lassensystrum og
fleirum. Það fór fyrir yfir-
rétt, en var vísað frá með
dómi 8. desember 1856.6
Stóð í þófi um málalyktir,
unz dómsmálastjórnin til-
kynnti með bréfi 23. febrú-
ar 1860, að málinu yrði
ekki áfrýjað til hæstaréttar,
meðfram sökum þess, að
þeir, sem féð fengu, voru
sagðir öreigar.7
Komið er fram í miðjan
september 1849. Ágústa og Þóra höfðu hug á að sigla, eins og fyrr er sagt. Af
einhverjum ástæðum ætluðu þær að taka sér far frá Reykjavík. Ef til vill hafa
þær viljað gleðja föðursystur sína, Ingibjörgu á Bessastöðum, sem langaði til
að sjá þær og boðið hafði þeim til dvalar, „og skyldi veran hjá mér ekki kosta
ykkur einskilding.8 Það væri mér mikið kært, ef ég gæti í einhverju verið
ykkur til einhvers góðs“, skrifaði Ingibjörg.
Húsfreyjan á Bessastöðum hafði orðið fyrir sárum ástvinamissi við lát
bróður síns og litlu síðar eiginmanns eftir mikla sjúkdómsþraut. Það urðu
þrjár vikur tæpar á milli þeirra. Þorgrímur var jarðaður 6. júlí. Gamla
Ingibjörg fann til einsemdar á haustnóttum 1849 og vildi fegin skjóta skjóls-
húsi yfir bróðurdætur sínar vetrarlangt, sjálfs sín og þeirra vegna.
Systurnar lögðu af stað suður í öndverðum september, og kom sér nú vel, að
þær voru vanar slarkferðum á hestum. Ekki er vitað, hver greiddi ferðakostn-
KRISTMUNDUR BJARNASON
AMTMAÐURINN
Á EINBÚASETRINU
ÆVISAGA GRÍMS JÓNSSONAR