Andvari - 01.01.2009, Side 171
ANDVARI
FRÁ BÖRNUM AMTMANNSINS Á EINBÚASETRINU
169
Elinborgu og Önnu Thorarens,4 fósturdóttur Sigurðar Melsteðs, spila á fortepíanó, ó,
hvað það er fallegt! Mér fannst eg gleyma, að eg væri í þessum heimi.22
Hinn 22. marz 1866 skrifar Jakobína systur sinni enn um nám hjá Gústu:
Hvergi hef eg komið eins oft og til fröken Ágústu, bæði þegar eg hefi tíma hjá henni
og svo oft á kveldin stund og stund til að njóta viðræðna hennar, sem eru bæði
skemmtilegar mjög og uppbyggilegar. Hún hefir verið mér sérlega góð og mér þykir
sannl. vænt um að hafa fengið að þekkja hana. Hún safnar að sér mörgum ungum
stúlkum, sem flestar hafa lært hjá henni, svo þar er stundum húsfyllir og glatt á hjalla.
1 vetur hefir hún eitthvað 14 eleva.23
Auðsætt virðist, að rætur að skólamenntun íslenzkra kvenna megi ekki síður
rekja til Ágústu en Þóru systur hennar, sem tók þar upp þráð, er hin lét laust,
og kom kvennaskólamálinu heilu í höfn, svo sem kunnugt er.
III
Ingibjörg húsfreyja á Bessastöðum dó 15. júlí 1865. Engin kona á íslandi eign-
aðist eins marga vini meðal skólamanna og hún. Grímur Thomsen brá sér til
íslands sumarið 1866 til þess að vera við skipti eftir móður sína, einnig til
að leita fyrir sér um bújörð, því að hann hugðist kveðja klaustrið og kvíildin
ytra, eins og móðir hans orðaði það fyrr um Viðey. Hugur hans hafði lengi
stefnt að því að setjast að á íslandi. Hann keypti nokkru síðar æskuheimili
sitt, Bessastaði.
Ekki er vitað, hvers vegna Ágústa hætti kennslu og hvarf úr landi. Hún er
komin til Kaupmannahafnar haustið 1867 og fór síðan til Skotlands. Grím
frænda hennar vantaði ekkert nema konuna, þegar bújörðin var fengin.
Jakobína Jónsdóttir frá Hólmum í Reyðarfirði átti eftir að skipa húsfreyjusess
á Bessastöðum, sem kunnugt er. Hver veit nema það hafi orðið hlutskipti
Gústu að kynna frönskunemanda sinn, Jakobínu, fyrir skáldinu Grími
Thomsen. Emilía og Þóra drógu ekki dul á vonbrigði Gústu í ástum.24
Friðrika Johnsson lézt í september 1861. Jón skrifaði Þóru systur sinni og
kvað gott, að þjáningunum skyldi létt af henni; hún hefði sýnt mikið sálarþrek
og hugprýði í raunum sínum margvíslegum. Hún var jörðuð í Hjástoðargarði
(Assistentkirkjugarði). Móðir hennar hafði fest kaup á hvílurúmi þar fyrir
sjálfa sig og börn sín.25
Fátt er varðveitt gagna frá Rikku hendi, helzt dagbókarbrot og dálítið af
kvæðum. Þó má vera, að fleiri gögn hafi skilað sér í hendur Jóns bróður
hennar, en Emilía eða Þóra síðan fargað. Hún sendi Þóru sumt til lesturs og
4 Móðir dr. Helga Pjeturss. Sigurður var bróðir Páls Melsteðs.