Andvari - 01.01.2009, Page 176
174
KRISTMUNDUR BJARNASON
ANDVARI
Jónína (Nína) Johnsson.
konan færir þeim og segir, að eiginkona taki á sínar herðar öll óþægindi og
alla erfiðleika fjölskyldulífs, meðan karlpeningurinn sinni aðeins starfsskyld-
um utan heimilis, og oftar en hitt sé því svo farið, að karlinn vilji setja konuna
skör lægra sér á heimilinu. „Og það æsir mig alltaf upp“, bætti Emilía við.
Þess er áður getið, að Þóra hætti skyndilega við siglingu síðla hausts 1858 og
sat sem fastast í skjóli föðursystur sinnar á Bessastöðum. Hugsanlega hefur
Páll Melsteð, sem missti konu sína um sumarið, átt beinan eða óbeinan þátt
í þeim sinnaskiptum, og ekki er ólíklegt, að gamla Ingibjörg á Bessastöðum
hafi róið undir. Henni var sérlega vel til Páls, og það var vitað mál, að Þóra
hafði heillað hann. Var hún ekki að leita ráða hjá vinkonu sinni, er hún
tekur að ræða hjúskaparmál undir rós? Hún hafði naumast ástæðu til að
mikla hjónabandssælu fyrir sér, svo erfið sem sambúð foreldra hennar hafði
verið.
Nína komst aftur til heilsu, eins og áður er sagt, en sjón hennar depraðist
þó æ meir, og varð Nína að lokum lítt vinnufær. Samt gat hún skrifazt á við
systkini og vini til hinztu stundar og heklað sér til afþreyingar. Fáir draumar