Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2009, Page 180

Andvari - 01.01.2009, Page 180
178 KRISTMUNDUR BJARNASON ANDVARI Ofurviðkvæmni, fyrtni og bráðlyndi í kjölfarið reyndust verstu gallar Júlíusar að dómi Jóns. Ef yfirmaður hans fann lítillega að verkum hans, sagði hann þegar upp. Þannig gekk þetta úr einni stöðunni í aðra. Júlíusi stóð til boða góður ráðahagur og mikil efni, en lét allt laust, kaus að gerast „en komplet Umuelighed i Danmark“, eins og bróðir hans komst að orði. Þegar svona var komið, var vakið máls á, að Júlíus flyttist til Ameríku eins og svo margir á þessum árum. Þar var talið, að ófáir gætu rétt sinn hag, orðið að manni, nenntu þeir að vinna. Systkinin studdu þessa lausn í góðri trú og Júlíus hélt vestur um haf, hvenær er óljóst, en ekkert spurðist til hans um árabil. Árið 1885 skrifar Emilía Þóru: „Um Júlíus berast engar fregnir. ... Já hugs- unin um hann kvelur okkur, það er sárt að vita ekki, hvort litli bróðir er lífs eða liðinn.“ Þótt spurnum væri haldið uppi um Júlíus, var farið að öllu með gát. Systkinin ræddu, hvort ekki væri rétt að leita hjálpar hjá gömlum diplomat, Grími Thomsen á Bessastöðum, en Páll og Þóra töldu hann svo lausmálgan, að ekki kæmi til greina að trúa honum fyrir þessu feimnismáli. Jón leitaði á náðir danskra ræðismanna vestra. Árið 1889 rofaði til. Atburðarásin er hröð, en óljós: Bréf barst frá Júlíusi, eitt eða fleiri, líklega til Emilíu. Þar sagðist hann vera orðinn reglumaður, enda ekki annars kostur í afskekktri byggð. Hann kvaðst giftur ekkju og eiga þrjú börn. Raunar er óljóst, hvort hann gekk að eiga ekkju, sem var þriggja barna móðir eða hafði eignazt við henni þrjú börn.42 Emilía skrifar Þóru, að það sé borin von, að nokkur breyting hafi orðið á Júlíusi, enda þótt hann staðhæfi í bréfi, að hann sé orðinn annar maður. Hún segist sjá það, eftir að hafa lesið bréfið allt, að hann sé við sama heygarðshorn, hafi engu gleymt og ekkert lært í viðskiptum sínum við vínguðinn. „Það tjáir ekki að tárast út af honum, hversu sorglegt sem þetta er“, skrifar Emilía, „líf hans er eitt af mörgum, sem engan ávöxt ber“, bætir hún við.43 Systkinin voru litlu fróðari um raunverulega hagi Júlíusar. Enn var haldið spurnum uppi um hann. Sárast þótti þeim systkinum að fá ekkert að vita um börn, sem hann kynni að eiga vestra og ef til vill bjuggu við sult og seyru. Það mun hafa verið síðla árs 1892, að fregnir bárust um, að hann hefði orðið fyrir eldingu og dáið. Fréttin var síðar borin til baka. Á útmánuðum 1891 barst Jóni bréf þess efnis, að Júlíusi væri önnur höndin afllítil eða afllaus, og nú væri „allt sjóðbullandi vitlaust“ („rent ravruskende galt“), eins og Jón komst að orði. Gyðingur nokkur hafði þrásinnis rétt Júlíusi hjálparhönd og var enn albúinn til þess. Júlíus hafði nú sent honum kvabbbréf, sem Jón síðar fékk í hendur. Hann skrifaði þegar gömlum, valdamiklum vini og hann aftur þegar í stað danska ræðismanninum vestra og bað hann taka að sér mál Júlíusar, sem væri gigtslitinn og óvinnufær maður. Jón hafði hneykslazt á starfsháttum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.