Andvari - 01.01.2009, Page 184
182
KRISTMUNDUR BJARNASON
ANDVARI
syngjandi sæl (jublende glad). Eftir hálfa klukkustund varð hann aftur að fara í rúmið,
og um nóttina milli klukkan þrjú og fjögur slokknaði líf hans og þar með lífsnautn
mín. ... Þúsund sinnum hafði mér orðið hugsað til þessarar stundar, þó kom þetta svo
hræðilega á óvart. En Guð mun víst hjálpa mér að sigrast á sorg minni. Kæri mágur
minn, þú hefur sagt, að þú værir farinn að venjast ástvinamissi. Þannig verður þetta,
þegar árin færast yfir, og líkt mun þér fara, Þóra mín, en hrygg verður þú, það veit ég.
Okkur þótti svo innilega vænt um hann ...5I
Jón lézt á sumardaginn fyrsta 20. apríl 1893 og þótti verið hafa einstakur að
mannkostum. íslenzkum háskólastúdentum fannst mikið til hans koma, enda
reyndist hann mörgum hinn mesti greiðamaður. Indriði Einarsson skrifstofu-
stjóri og skáld, segir svo, þá er hann rifjar upp þann tíma er hann innritaðist
við háskólann:
Fyrir borgarabrjefin okkar við Háskólann urðum við að greiða 11 dali. Jeg fór með
peningana til gjaldkera Háskólans. Þar var fyrir fríður maður kvikur, en mjög grár fyrir
hærum, og spurði mig, hvaðan jeg væri af landinu, og jeg svaraði af Norðurlandi. Já,
svaraði hann, þar er allur aðallinn á landinu. Mjer leizt vel á þennan mann; þetta var
Jón Grímsson Johnsson, sonur Gríms amtmanns á Möðruvöllum.52