Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2009, Side 185

Andvari - 01.01.2009, Side 185
ANDVARI FRÁ BÖRNUM AMTMANNSINS Á EINBÚASETRINU 183 Minningargrein um Jón Johnsson birtist í ísafold undir nafnstöfunum: P.M., fangamarki Páls Melsteðs: Með síðustu ferð póstskipsins hingað til Reykjavíkur barst sú fregn, að sumardaginn fyrsta (20. apríl þ.á.) hefði dáið í Kaupmannahöfn, eptir stutta legu, Jón Kampmann Martinus Johnsson ... 75 ára að aldri. Hann fæddist í Kaupmannahöfn 5. desbr. 1818, ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrstu árin í Danmörk og því næst hjer á landi árin 1824-1833, en fluttist aftur með þeim til Danmerkur hið síðarnefnda ár, og var þar upp frá því til dauðadags, nema stutta stund eitt sumar, er hann heimsótti föður sinn, er þá var amtmaður nyrðra í annað sinn. Þegar á æskuárum Jóns hneigðist hugur hans að sjómennsku og vildi hann umfram allt komast í tölu sjóliðsforingja; það átti eigi að takast, því að hann þótti eigi hafa næga sjón á öðru auga. Var hann þá settur til skólanáms, tók fyrsta og annað próf við háskólann í Khöfn og las lögfræði hin næstu missiri, en tók ekki embættispróf. Á þeim árum fekk hann ritstörfum að gegna undir stjórn þeirra manna, er stýra fjárhag háskólans (Universitets Kvæsturen), og jafnframt gjörðist hann fjehirðir Metropolitanskólans í Khöfn. Þessum störfum gegndi hann síðan bæði vel og lengi eða fram undir 40 ár, og þegar hann nú fyrir fáum árum fekk lausn frá þeim, var hann af konungi vorum sæmdur kammerráðsnafnbót. Árið 1867 kvongaðist hann danskri konu. Hún heitir Emilia og er kvennval. Eigi varð þeim barna auðið, en segja mátti um hjúskap þeirra eins og sagt var fyrir mörgum árum um ein hjón hjer á landi: Þau höfðu að fóstri dýrar dætur guðs: dyggð og trú. Jón var blíður í lund, staðfastur í öllu ráðlagi, tryggur vinur og sannkallað prúðmenni í allri framgöngu. P.M.53 John (Jón) Johnsson hætti háskólanámi 1854 trúlega vegna fátæktar.54 Fékk lausn frá opinberum störfum 1. apríl 1885. Hinn 16. sama mánaðar var hann sæmdur kammerráðsnafnbót.551 ritinu íslendingar í Danmörku segir um Jón: „Jón Johnsen [svo] var sagður einstakt valmenni af öllum er þektu hann.“ Eftir lát Jóns var sem elli færðist yfir Emilíu með þrúgandi þunga. Um sinn var eina yndi hennar að eiga bréfaskipti við vini sína á Islandi, þar sem umræðuefnið var Jón, ævi hans og störf. Hún minntist þess, að þau höfðu hægt um sig á kvöldin og sátu þá tíðum við lestur eða Jón las upphátt fyrir hana. Síðan hófust rökræður um efnið. Emilía fór að kynna sér betur ritfórur fjölskyldunnar, sem að Jóni sópuðust við dauða foreldra hans og systra. Árið 1889 gaf hann Landsbókasafni drög eða uppköst að embættisskjölum föður síns frá amtmannsárunum. Þar hafa orðið mistök við skráningu, sem Jóni hefði fallið illa: I fyrsta lagi er farið rangt með nafn. „Gjöf Jóns kammerráðs Johnsens“. Öll fjölskyldan ritaði sig Johnsson (Jóhnsson). í öðru lagi verða þessi gögn naumast talin „emb- œttisskjöl Gríms amtmannsíí án skýringa, þar eð um drög eða uppköst er að ræða, sem voru ekki afhendingarskyld, er bú amtmanns var gert upp. Jón nefndi gögnin: „Embeds-Koncepter“. í rituðum gögnum amtmannsfjölskyld- unnar kenndi margra grasa: dagbóka, sendibréfasafns og kveðskapar. Þau
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.