Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2009, Page 191

Andvari - 01.01.2009, Page 191
ANDVARI FRÁ BÖRNUM AMTMANNSINS Á EINBÚASETRINU 189 1873 og fyrri hluta árs 1874, svo að nam 8000 krónum í peningum og skuldabréfum. Hinn 1. október 1874 var kvennaskólinn settur í fyrsta sinn í húsi Páls Melsteðs og Þóru við Austurvöll. Svo fátækur reyndist skólinn þrátt fyrir þessa söfnun, að honum hefði ekki verið hleypt af stokkum, ef hann hefði ekki hlotið tvo árlega styrki frá erlendum stofnunum, 200 kr. frá hvorum til að byrja með. Þóra forstöðukona vann kauplaust fyrsta árið, og Páll kenndi sögu, íslenzku og landafræði fyrstu fjögur árin endurgjaldslaust. Aðrar náms- greinar voru danska, skrift, réttritun, reikningur og ýmsar hannyrðir, svo sem klæða- og léreftssaumur, heklun og prjónaskapur. Kennsla, húsnæði, ljós og hiti var ókeypis, en stúlkurnar kostuðu sig sjálfar að öðru leyti. Næstu árin voru nemendur 10 sem fyrr. í skólanum, sem Páll kom á fót, þegar hann bjó í Brekku, og áður er minnzt á, kenndi hann veturinn 1841-1842 milli 20 og 30 piltum og stúlkum til gam- ans sér og gagns þeim, er nutu. Kennslan var rómuð. Bóklega kennslan hjá Páli, einkum sögukennsla hans við latínuskólann og kvennaskólann, tók ann- arri bóklegri kennslu fram. Jón Olafsson skáld og ritstjóri komst svo að orði í endurminningum sínum: „Pál þekkja allir, svo að ég þarf ekki að fjölyrða um hann; hann var ið mesta ljúfmenni, margfróður, sífjörugur og sískemtilegur, orðheppinn og fyndinn með afbrigðum.“68 Fyrir hugskotssjónum Páls stóðu sögupersónur ljóslifandi, og atburðir horf- ins tíma fengu lit og líf. Hann hreif nemendur með sér inn á lendur horfinna atburða. Páll skrifar í Endurminníngum sínum: Það á svo vel við mig að kenna, að þó eg hafi farið lasinn upp í skólann og í „kathedruna", þá hefir öll vesöld og öll þreyta farið úr mér í tímanum. ... Mér liggur við að segja: eg er fyrst kominn til sjálfs mín, þegar eg er búinn að kenna 2-3 tíma. Þetta er ekki raup, þetta er satt, það er ekki mér að þakka, sona er eg gerður, sona er mitt eðli.69 Á þessum tíma var mikið djúp staðfest milli nemenda og kennara. Páll brúaði bilið, varð sem einn af hópnum. IX Um stofnun og starfrækslu Kvennaskólans í Reykjavík spunnust deilur, eins og áður segir, rétt eins og um önnur þjóðþrifamál, og sýndist sitt hverjum. Páll varð til andsvara af skólans hálfu. Má nokkuð fræðast um þetta af blöð- unum Víkverja og íslendingi. Þótt ekki blési alltaf byrlega, varð aðsókn að skólanum ágæt, er frá leið, og komust færri stúlkur að en vildu. Páli Melsteð skal gefið orðið:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.