Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2009, Page 192

Andvari - 01.01.2009, Page 192
190 KRISTMUNDUR BJARNASON ANDVARI Kvennaskólinn - hinn fyrsti á íslandi - byrjaði ... í húsi mínu við Austurvöll... Húsið var lítið og varla hafandi fyrir skólahús, ef skólinn skyldi taka nokkrum vexti. Fyrir því var konu minni ríkt í skapi að stækka húsið, og áttum við oft tal um það. Verð eg þá að játa, að eg fór undan í flæmíngi, en hún talaði kjark í mig. Hún er svo gerð, að ef hún vill hafa eitthvað fram, sem hún er sannfærð um að sé nytsamlegt, þá hefir hún það fram, ef þess er nokkur kostur. Eftir nokkurt umtal ... var afráðið að byggja nýtt hús 22 álna lángt og 14 álna breitt tvíloftað með kjallara undir öllu húsi og vatnsból í, en rífa hið gamla niður til grunna. Þetta var gjört sumarið 1878. ... Af sjálfs míns efnum gat eg ekki komið upp svo stóru húsi ... og varð að fá lánsfé til þess, 8000 kr. hjá kvennaskólasjóði og 4000 kr. hjá landssjóði. En húsið kostaði mig fram undir 20.000 kr. með öllu og öllu. ... Var það ekki lítil vogun fyrir mig meira en hálfsjötugan að aldri, að ráðast í þetta fyrirtæki, sem heldur mér í skuldum til dauðadags; hinsvegar hafði eg ekki samvizku til, að fyrirmuna konunni minni að vinna fósturfold minni gagn, sem orðið getur til ómetanlegra hagsmuna fyrir alda og óborna.70 Eftir stækkunina fjölgaði skólastúlkum, urðu 22 haustið 1878, og var skipt í tvo bekki. I nóvember 1862 sagði Páll í vinarbréfi til Jóns Sigurðssonar forseta: „Mér hefur liðið bæði vel og illa; vel að því leyti sem eg á einhverja þá beztu konu, og er það því meira lán, sem hin fyrri var góð, er eg missti.“71 Ast Páls til Þóru virðist jafnvel hafa farið vaxandi með árunum. Þegar Þóra var erlendis sumarið 1870 skrifaði Páll henni eldheit ástarbréf. Minna er vitað um hughræringar Þóru. Vitneskju er helzt að fá úr bréfum Emilíu, þar eð bréf Þóru til hennar eru ekki lengur til utan eitt. Ekki má annað marka, en Þóru hafi að sínu leyti verið farið sem Páli. Sambúð þeirra var snurðulaus. Þóra sýndi bezt ástríki sitt í verki, er Páll var orðinn blindur og örvasa.72 Bæði Páll og Þóra höfðu ríkan áhuga á skólamálum, sem fyrr segir, en sá var munurinn, að Páll hafði yndi af kennslu, en Þóru fannst hún þreytandi. Sökum þessa taldi Emilía vinkona hennar, að hún ætti ekki að gefa kost á sér sem forstöðukona skólans, enda mundi hún verða fyrir aðkasti eins og allir brautryðjendur. Emilía ætlaði Þóru setu í skólanefnd. Flestum þótti þó sjálfsagt, að Þóra tæki forstöðustarfið að sér.73 Það fórst henni vel úr hendi og hún naut vinsælda og virðingar nemenda sinna; þótt stundum skærist í odda með Þóru og þeim, var að jafnaði sætzt á málin. Stúlkurnar báru henni síðar vel söguna og töldu sig hafa haft mikil not af skólavistinni. Fáa mun hafa grunað, að Þóra, þessi fjölmenntaða kona, væri í reynd óframfærin og hlédræg mjög. Þóra trúði dagbók sinni 14. janúar 1890 fyrir þessu. Hjón höfðu komið í heimsókn til þeirra. Konan féll henni vel í geð og hún reyndi að vera einkar alúðleg, en var illa fyrirkölluð, „og svo verð ég svo undarlega þvinguð og fer hjá mér, einkum þegar aðrir eru viðstaddir, sem ég þekki minna og er ekki viss um, hvort þeir beri traust til mín.“ Þóra þekkti ekki eiginmanninn, „en gerði sér háar hugmyndir um vitsmuni hans og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.