Andvari - 01.01.2009, Page 192
190
KRISTMUNDUR BJARNASON
ANDVARI
Kvennaskólinn - hinn fyrsti á íslandi - byrjaði ... í húsi mínu við Austurvöll... Húsið
var lítið og varla hafandi fyrir skólahús, ef skólinn skyldi taka nokkrum vexti. Fyrir því
var konu minni ríkt í skapi að stækka húsið, og áttum við oft tal um það. Verð eg þá að
játa, að eg fór undan í flæmíngi, en hún talaði kjark í mig. Hún er svo gerð, að ef hún
vill hafa eitthvað fram, sem hún er sannfærð um að sé nytsamlegt, þá hefir hún það
fram, ef þess er nokkur kostur.
Eftir nokkurt umtal ... var afráðið að byggja nýtt hús 22 álna lángt og 14 álna breitt
tvíloftað með kjallara undir öllu húsi og vatnsból í, en rífa hið gamla niður til grunna.
Þetta var gjört sumarið 1878. ... Af sjálfs míns efnum gat eg ekki komið upp svo stóru
húsi ... og varð að fá lánsfé til þess, 8000 kr. hjá kvennaskólasjóði og 4000 kr. hjá
landssjóði. En húsið kostaði mig fram undir 20.000 kr. með öllu og öllu. ... Var það
ekki lítil vogun fyrir mig meira en hálfsjötugan að aldri, að ráðast í þetta fyrirtæki, sem
heldur mér í skuldum til dauðadags; hinsvegar hafði eg ekki samvizku til, að fyrirmuna
konunni minni að vinna fósturfold minni gagn, sem orðið getur til ómetanlegra
hagsmuna fyrir alda og óborna.70
Eftir stækkunina fjölgaði skólastúlkum, urðu 22 haustið 1878, og var skipt í
tvo bekki.
I nóvember 1862 sagði Páll í vinarbréfi til Jóns Sigurðssonar forseta: „Mér
hefur liðið bæði vel og illa; vel að því leyti sem eg á einhverja þá beztu konu,
og er það því meira lán, sem hin fyrri var góð, er eg missti.“71
Ast Páls til Þóru virðist jafnvel hafa farið vaxandi með árunum. Þegar Þóra
var erlendis sumarið 1870 skrifaði Páll henni eldheit ástarbréf. Minna er vitað
um hughræringar Þóru. Vitneskju er helzt að fá úr bréfum Emilíu, þar eð bréf
Þóru til hennar eru ekki lengur til utan eitt. Ekki má annað marka, en Þóru
hafi að sínu leyti verið farið sem Páli. Sambúð þeirra var snurðulaus. Þóra
sýndi bezt ástríki sitt í verki, er Páll var orðinn blindur og örvasa.72
Bæði Páll og Þóra höfðu ríkan áhuga á skólamálum, sem fyrr segir, en sá
var munurinn, að Páll hafði yndi af kennslu, en Þóru fannst hún þreytandi.
Sökum þessa taldi Emilía vinkona hennar, að hún ætti ekki að gefa kost á
sér sem forstöðukona skólans, enda mundi hún verða fyrir aðkasti eins og
allir brautryðjendur. Emilía ætlaði Þóru setu í skólanefnd. Flestum þótti þó
sjálfsagt, að Þóra tæki forstöðustarfið að sér.73 Það fórst henni vel úr hendi og
hún naut vinsælda og virðingar nemenda sinna; þótt stundum skærist í odda
með Þóru og þeim, var að jafnaði sætzt á málin. Stúlkurnar báru henni síðar
vel söguna og töldu sig hafa haft mikil not af skólavistinni.
Fáa mun hafa grunað, að Þóra, þessi fjölmenntaða kona, væri í reynd
óframfærin og hlédræg mjög. Þóra trúði dagbók sinni 14. janúar 1890 fyrir
þessu. Hjón höfðu komið í heimsókn til þeirra. Konan féll henni vel í geð
og hún reyndi að vera einkar alúðleg, en var illa fyrirkölluð, „og svo verð
ég svo undarlega þvinguð og fer hjá mér, einkum þegar aðrir eru viðstaddir,
sem ég þekki minna og er ekki viss um, hvort þeir beri traust til mín.“ Þóra
þekkti ekki eiginmanninn, „en gerði sér háar hugmyndir um vitsmuni hans og