Andvari - 01.01.2009, Page 195
ANDVARi
FRÁ BÖRNUM AMTMANNSINS Á EINBÚASETRINU
193
„gullbrúðkaupskveðju frá Kvennaskóla Reykjavíkur“, sem Steingrímur Thor-
steinsson orti, kliðmjúka og hlýja, sem hans var vandi.81
Oftar en einu sinni var Páll settur sýslumaður. Málafærslumaður við yfir-
réttinn var hann 24 ár eða, unz hann fékk lausn 5. febrúar 1886. Hann var
stundakennari í sögu við latínuskólann í 25 ár; þingmaður Snæfellinga 1859-
1863. Árið 1885 komst hann á föst laun, er alþingi veitti honum í heiðursskyni
1800 kr. á ári fyrir sagnfræðistörf. Síðustu árin hafði Páll litla ferlivist stein-
blindur, en hress í anda og fylgdist vel með tímanum, sagnasjór, skólabróðir,
félagi og vinur Fjölnismanna og Jóns Sigurðssonar.
Páli förlaðist svo sýn, áður en hann náði 85 ára aldri, að hann gat ekki lesið.
Las þá Þóra fyrir hann. Páll lézt 9. febrúar 1910, en fæddur var hann 1812.
Margir urðu til að minnast hans. Steingrímur Thorsteinsson kvað eftir hann.
Fyrstu ljóðlínurnar hljóða svo:
Far vel úr heimi, Islands óskamögur!
Þín æfin var eins löng og hún var fögur.82
Þóra varð níræð 18. desember 1913 og var þá margvíslegur sómi sýndur.
Einmanakenndin sótti stundum á hana. Andvökurnar urðu lengri og lengri.
Hún tók því með stillingu. Margir urðu til að létta henni lífið síðustu árin.
Hún mátti muna tvenna tímana og gat yljað sér við góðar minningar. Og var
þakklát.
Haustið 1918 veiktist Þóra og komst ekki til heilsu aftur. Líf hennar fjaraði
út, smátt og smátt. Hún dó nóttina milli 21. og 22. apríl 1919, á 96. árinu.
Þóra Melsteð barðist mest og bezt fyrir menntun íslenzkra kvenna. Hún
eignaðist ekki afkomendur, en lét samt eftir sig mikla arfleifð.