Hugur - 01.01.2006, Síða 93
Gríski draumurinn um konulausan heim
9i
við afurðir jarðarinnar; fæðing barns var eins og nýr sproti hefði vaxið fram.
Hér má aftur gera ráð fyrir að engin skýr aðgreining sé milli æxlunar plantna
og kynæxlunar og eins og við munum sjá hljótast af því ýmsar afleiðingar fyr-
ir hlutverk Hestíu.
Sem brennidepill heimihsins og hin jarðfasta rót er Hestía einnig tákn fyr-
ir tengslin milli kynslóða, þ.e. áframhaldandi tilvist fjölskyldunnar í tímans
rás. Ennfremur stendur hún fyrir einingu fjölskyldunnar og sjálfsmynd á
hverjum tíma fyrir sig. Þegar utanaðkomandi fólki var boðið inn á heimilið
var þeim boðið sæti við eldstóna; hér mátti njóta gestrisni og verndar fyrir
skarkala umheimsins. Fjölskyldan myndar svo að segja hring umhverfis hina
guðlegu Hestíu og skapar þannig lokað tými þar sem hún er miðpunkturinn.
I samræðunni Faídrosi eftir Platon er sagt frá alheimsskrúðgöngu hinna
ólympísku guða þar sem Hestía verður ein eftir á „dvalarstað guðanna" með-
an allir aðrir guðir marsera um himnana {Faídros 247a). Hestía hefur þannig
líka hlutverk sem varðar alheiminn sjálfan. Segja má að hún haldi heiminum
saman með því að sitja eftir í „miðju rýmisins", sem er sami staður og Pýþag-
óringurinn Fílólás finnur henni (brot 7).20 Platon ætlar henni einnig veru-
fræðilegt hlutverk. I Kratýlosi minnist hann á skyldleika orðanna hestia og
ousia, sem er hið gríska hugtak um eðh hlutanna (Kratýlos 401d). Með öðr-
um orðum heldur Hestía ekki aðeins alheiminum saman og tryggir áfram-
haldandi tilvist fjölskyldunnar í tímans rás, heldur ljær hún líka einstökum
hlutum kjölfestu og tryggir þannig tilvist þeirra og samsemd.
Hlutverk Hermesar er andstætt hlutverki Hestíu. Hermes angelos, sendi-
boði guðanna, er sá sem kemur langt að og snýr aftur án tafar. Hann er stöð-
ugt á hreyfingu og síbreytilegur; ekki er hægt að segja að hann se' vegna þess
að hann staldrar aldrei við. Hann ber boð á milli guða og manna og er sífellt
á þönum yfir landamærin sem skilja að heima guða og manna.
Eins og aðrir guðir bregður Hermes sér í allskyns gervi. Flest tengjast þau
því að fara út yfir einhvers konar mörk. Nafn hans er notað til að tákna ýmsar
gerðir markalínu. Það er Hermes sem stendur á þröskuldi húsa og býður
ókunnuga velkomna. Hann drottnar yfir landamærunum milli heimilisins og
þess sem er utan þess, milli hins innra og hins ytra. Hann stendur einnig við
vegarkanta og leikur hlutverk vegprests. Við rekumst á Hermes á legsteinum
þar sem hann er förunautur sálarinnar á leið hennar til undirheima, Hermes
psykhopompos. Hermes vakir því ekki aðeins yfir landamærunum milli guða
og dauðlegra manna, heldur einnig mörkum h'fs og dauða.
A hinu opinbera sviði gegnir Hermes lykilhlutverki meðal borgaranna.
Hann er Hermes agoraios, sá sem hefst við á markaðstorginu (agora), staðn-
um þar sem borgarar borgríkisins hittast til að skiptast á vörum og skoðun-
um. Hermes er milligöngumaðurinn per se, sá sem kemur á tengingum milli
ýmissa þátta án þess að tengjast nokkrum þeirra sjálfur. Hann er og er ekki
í öllu og alls staðar.
20 Sjá R. Waterfield, The First Phibsophers: The Presocratics and the Sophists, Oxford, Oxford Un-
iversity Press 2000, s. 111.