Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 93

Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 93
Gríski draumurinn um konulausan heim 9i við afurðir jarðarinnar; fæðing barns var eins og nýr sproti hefði vaxið fram. Hér má aftur gera ráð fyrir að engin skýr aðgreining sé milli æxlunar plantna og kynæxlunar og eins og við munum sjá hljótast af því ýmsar afleiðingar fyr- ir hlutverk Hestíu. Sem brennidepill heimihsins og hin jarðfasta rót er Hestía einnig tákn fyr- ir tengslin milli kynslóða, þ.e. áframhaldandi tilvist fjölskyldunnar í tímans rás. Ennfremur stendur hún fyrir einingu fjölskyldunnar og sjálfsmynd á hverjum tíma fyrir sig. Þegar utanaðkomandi fólki var boðið inn á heimilið var þeim boðið sæti við eldstóna; hér mátti njóta gestrisni og verndar fyrir skarkala umheimsins. Fjölskyldan myndar svo að segja hring umhverfis hina guðlegu Hestíu og skapar þannig lokað tými þar sem hún er miðpunkturinn. I samræðunni Faídrosi eftir Platon er sagt frá alheimsskrúðgöngu hinna ólympísku guða þar sem Hestía verður ein eftir á „dvalarstað guðanna" með- an allir aðrir guðir marsera um himnana {Faídros 247a). Hestía hefur þannig líka hlutverk sem varðar alheiminn sjálfan. Segja má að hún haldi heiminum saman með því að sitja eftir í „miðju rýmisins", sem er sami staður og Pýþag- óringurinn Fílólás finnur henni (brot 7).20 Platon ætlar henni einnig veru- fræðilegt hlutverk. I Kratýlosi minnist hann á skyldleika orðanna hestia og ousia, sem er hið gríska hugtak um eðh hlutanna (Kratýlos 401d). Með öðr- um orðum heldur Hestía ekki aðeins alheiminum saman og tryggir áfram- haldandi tilvist fjölskyldunnar í tímans rás, heldur ljær hún líka einstökum hlutum kjölfestu og tryggir þannig tilvist þeirra og samsemd. Hlutverk Hermesar er andstætt hlutverki Hestíu. Hermes angelos, sendi- boði guðanna, er sá sem kemur langt að og snýr aftur án tafar. Hann er stöð- ugt á hreyfingu og síbreytilegur; ekki er hægt að segja að hann se' vegna þess að hann staldrar aldrei við. Hann ber boð á milli guða og manna og er sífellt á þönum yfir landamærin sem skilja að heima guða og manna. Eins og aðrir guðir bregður Hermes sér í allskyns gervi. Flest tengjast þau því að fara út yfir einhvers konar mörk. Nafn hans er notað til að tákna ýmsar gerðir markalínu. Það er Hermes sem stendur á þröskuldi húsa og býður ókunnuga velkomna. Hann drottnar yfir landamærunum milli heimilisins og þess sem er utan þess, milli hins innra og hins ytra. Hann stendur einnig við vegarkanta og leikur hlutverk vegprests. Við rekumst á Hermes á legsteinum þar sem hann er förunautur sálarinnar á leið hennar til undirheima, Hermes psykhopompos. Hermes vakir því ekki aðeins yfir landamærunum milli guða og dauðlegra manna, heldur einnig mörkum h'fs og dauða. A hinu opinbera sviði gegnir Hermes lykilhlutverki meðal borgaranna. Hann er Hermes agoraios, sá sem hefst við á markaðstorginu (agora), staðn- um þar sem borgarar borgríkisins hittast til að skiptast á vörum og skoðun- um. Hermes er milligöngumaðurinn per se, sá sem kemur á tengingum milli ýmissa þátta án þess að tengjast nokkrum þeirra sjálfur. Hann er og er ekki í öllu og alls staðar. 20 Sjá R. Waterfield, The First Phibsophers: The Presocratics and the Sophists, Oxford, Oxford Un- iversity Press 2000, s. 111.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.