Hugur - 01.01.2006, Page 125

Hugur - 01.01.2006, Page 125
Ritgerðin endalausa 123 forðast að líta svo á að höfundar þessir og verk þeirra heyri að fullu og öllu fortíðinni til, heldur ber að umgangast þá eins og samtímamenn okkar sem bjóða okkur að leggja þeim lið í viðleitni sinni. Hvernig má það verða? Hvernig verðum við virkir þátttakendur í frumspekilegri viðleitni heim- spekilegrar hugsunar? Nánar tiltekið, hvert er það meginhugðarefni þessarar hefðar sem við þurfum að taka upp og gera að hugðarefni okkar til að við megum teljast virkir þátttakendur í hefðinni? Eg er ekki viss um að ég geti lýst því með góðu móti. Að vissu leyti hefiir sérhver þátttakandi þessarar hefðar sinn eigin hátt á að lýsa henni og tjá hana. Ástæða þessa er sú að frumspeki er ekki aðeins almenn viðleitni, verk- efni sem öllum er boðið að taka þátt í, heldur er hún líka einhvers konar per- sónulegt ákall, eða öllu heldur köllun, sem hver og einn hlýtur að svara með sínum hætti. Ein leið til að orða hugðarefni frumspekinnar er að segja hana fást við hinstu rök eða endanlegan grundvöll merkingar og sannleika, eða, nánar sagt, hún fæst við það hvernig klæða megi grundvöll alls í heiminum og grundvöll heimsins sjálfs í hugtök þannig að ekkert sem skiptir sköpum sé látið ósagt. Nú er það svo að þessi viðleitni - þessi orðræðubundna eða fræðilega þrá eftir hinum endanlega grundvelli, eftir Logos allrar rökfræði, aUra raka, allrar merkingarbærrar orðræðu og umræðu - hefiir allt frá því að hún tók á sig ákveðna mynd hjá Platoni vakið upp fjölmargar gagnrýnisraddir sem láta sér ekki nægja að kalla hana barnalega tilraun sem sé dæmd til að mistakast,4 heldur bæta því við að hún sé algjörlega merkingarlaus, ekki einvörðungu von- laus heldur einnig fáránleg, á sama hátt og brjálæðingur endurtekur sömu at- höfnina æ ofan í æ án þess að gera sér grein fyrir því að ekkert hlýst af henni. Auðvitað eru flestir heimspekingar dagsins í dag ekki brjálæðingar; þeir eru ekki þeirrar trúar að þeir muni finna hinn endanlega Logos eða grundvöll alls þess sem grundvallað verður. En sumir heimspekingar túlka þetta svo að hugðarefni frumspekinnar komi ekki lengur heimspekinni við og að heim- spekingar ættu aðeins að láta sig kenningar og hugtök varða, en ekki merk- ingu tilverunnar eða raunveruleikans. Derrida er ekki brjálæðingur og rétt eins og flestir samtímaheimspekingar trúir hann því ekki að við getum fiindið hinn sanna Logos heimsins. Það þýðir hins vegar ekki að hann varpi hugðarefni frumspekinnar fyrir róða. Þvert á móti telur hann hugðarefni hennar brýnustu þraut allrar alvöru heimspeki, þá þraut sem hefiir gengið eins og rauður þráður gegnum sögu heimspekinnar allt frá því að Platon lagði fram hina stórbrotnu frummynda- kenningu sína þar sem frummynd hins góða trónir í miðju. Atrennan að grundvallarsannleika alls sannleika er að mati Derrida það sem hefiir haldið heimspekinni við efnið, og gerir það enn, hvort sem okkur er það ljóst eða ekki. Ennfremur varpar Derrida fram kenningu um megineinkenni þessarar 4 Samanber til dæmis hina frægu ræðu Kallíklesar yfir Sókratesi 1' samræðunni Gorgíasi. Sjá Plat- on, Gorgtas, Eýjólfur Kjalar Emilsson þýddi (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 1977), s. 112-119.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.