Hugur - 01.01.2006, Side 148
146
Maurizio Ferraris
þessu felst skýringin á því að smættun heimsins virðist auðveld þegar notast
er við sjónarhorn í anda náttúruhyggjunnar, en þegar til kastanna kemur
reynist þessi smættun enginn hægðarleikur.) Hins vegar er hverskyns form-
gerð ætlandinnar nátengd tilteknum markhyggjuþætti sem felst í því að
beinast að (eða hafa fyrir augum). Langi mann hlýtur mann að langa eitthvað.
Trúi maður, hlýtur maður að spyrja hvað pað er sem maður trúir. Atriði af
þessum toga verða til þess að vísa á bug hvers kyns grun um óefnislega hugs-
un. Ætlandi verður ekki smættuð niður í einfaldan áhuga, enda eru býsna
mörg dæmi um hluti sem við trúum en forðumst þó. Eða svo dýpra sé í ár-
inni tekið, til eru mörg dæmi um hluti sem við trúum þó að við gerum enga
grein fyrir trú okkar á þá. Hinn heimspekilegi áhugi á fyrirbærum á borð við
hið óvænta eða leiðindi grundvallast, almennt og í sínum sértækustu mynd-
um, á því að þessi fyrirbæri eru óyggjandi vitnisburður um að ætlandin
smættar ekki veruna niður. Raunar er það svo að væri gefinn kostur á því að
smætta veruna niður í ætlandi okkar (að því gefnu að þvert á allar vísbend-
ingar geti ætlandi verið til án veru), þá kæmi okkur aldrei neitt að óvörum.
Væri málum háttað á þennan veg ætti það eitt sér stað sem við viljum að eigi
sér stað. Okkur myndi heldur aldrei leiðast, úr því að við fáumst þá aðeins
við þá hluti sem vekja áhuga okkar.
Við gætum engu að síður vakið athygli á því að í allri þessari umræðu okk-
ar um ætlandi og loforð erum við þegar öllu er á botninn hvolft að tala við
vindinn. Þessi mótbára sprytti þá einvörðungu af því að við værum að
smætta viðfangsefnið niður í siðferðilega spurningu. Til að koma í veg fyrir
þetta þyrfti maður að vera frjáls. Og segja má að þar búi allur vandinn. Ein-
mitt hvað varðar spurninguna um framfarir. Framfarir sem aðeins væru vél-
ræn raungerving hugsjónar sem hefði verið forrituð fyrirfram væru á engan
hátt framfarir heldur miklu fremur einhvers konar endurtekning. Að síðustu
mætti andmæla á svofelldan hátt: að reiða sig á að allt hrífist með hreyfingu
skilafrestsins gerir hægt um vik að færa rök gegn því að vitundin sé frjáls -
vitund sem væri ekkert annað en niðurstaða minninga sinna, h'kt og fram-
leitnin sem, í ljósi ædandi sinnar og formgerðar hennar, er ekkert annað en
útkoman úr ákveðnum fjölda afurða eftirheldninnar. Derrida hefur ítrekað
hafnað slíkri niðurstöðu. Ur því að stund ákvörðunarinnar er brjálæði má
aldrei finna henni stað innan vébanda kennivalds og enn síður lætur hún
skorðast af útreikningunum sem fara á undan henni. Hvernig þá? Eg held að
áhersla Derrida á hugtökin um það sem er „útreiknanlegt“ og „óútreiknan-
legt“ varpi nokkru ljósi á þessa spurningu.
Hér kemur til sú samhverfa sem Leibniz gerði grein fyrir í Guðréttu sinni:
„til eru tvö valinkunn völundarhús þar sem skynsemi okkar tapar iðulega átt-
um: annað varðar hina voldugu spurningu um frelsi og nauðsyn, einkum hvað
lýtur að uppruna og uppsprettu hins illa; hitt felur í sér umræðuna um sam-
fellu og ódeilanleika þar sem frumeindir birtast, og þar sem vangaveltur um
óendanleikann hljóta að koma við sögu. Hið fyrra er nánast gjörvöllu mann-
kyni fjötur um fót, hið síðara færir heimspekingum einum eitthvað að iðja.“