Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 174

Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 174
rj2 Geir Sigurðsson og Ralph Weber bundinni ,frelsun‘ eða líkamlegri varðveislu persónunnar."17 í kínverskri menningu eru þannig ekki dregnar skýrar línur sem greina heimspeki frá trúarbrögðum og dæmigerð viðbrögð Kínverja við þeirri spurningu hvort konfúsismi sé heimspeki eða trúarbrögð er að yppa öxlum og svara því til að hann sé hvort tveggja í senn. Kjarna þessa misræmis hefur kanadíski guð- og samanburðartrúarfræðingurinn Wilfred Cantwell Smith orðað sem svo að „spurningin ,er konfusismi trúarbrögð?' [sé] spurning sem Vesturlandabúar hafa aldrei megnað að svara og Kínverjar aldrei megnað að spyrja.“18 Akveðinn þáttur í túlkunarfræði Schleiermachers, eins og henni var lýst hér að ofan, minnir þó vissulega á kínverskar túlkunaraðferðir: sú viðleitni að ráða í uppruna þeirrar hugsunar sem býr að baki textanum er á vissan hátt einmitt það sem flestir kínverskir ritskýrendur fást við. En það að ráða í þessa baklægu hugsun er einungis fyrsta skrefið. Síðan er tekið til við að þróa, að- laga og — umfram allt — koma í framkvæmd. Sígild kínversk orðræðuhefð styðst almennt ekki við skilgreiningar.19 Skil- greiningar eru óháðar rúmi og tíma, altækar og, þegar allt kemur til alls, al- gildar. En í kínversku samhengi er ekkert óháð tíma, altækt eða algilt. I sí- gildri kínverskri heimspeki, svo dæmi sé tekið, er „hvað er...“ spurningu jafnan svarað með sérstöku tilliti til þeirra kringumstæðna sem einkenna stund og stað eða jafnvel til sérkenna þeirrar persónu sem spyr spurningar- innar og er þá ekki óalgengt að svarinu sé ætlað að breyta viðmóti eða hegð- unarmynstri hennar. Þessi alræmda óræðni kínverskra hugtaka (sem ekki verða skilgreind fýrr en þeim er svo að segja „hrint í framkvæmd“, og þá er í reynd um að ræða ad hoc-sY\lgrei ni ngu) er að sjálfsögðu einungis óræðni þegar gengið er út frá sjónarmiði sem gerir kröfu til skýrrar og röklegrar greiningar. Sú ráðandi tilhneiging kínverskrar orðræðu að slá skilgreiningum á frest og viðhalda óræðni hugtakanna er ekki aðeins álitin frjó í þeim skiln- ingi að möguleikum er haldið opnum fyrir þeim ófýrirsjáanlegu tækifærum sem framtíðin ber í skauti sér. Þessi tilhneiging telst líka vera til marks um raunsæi, því samkvæmt hinni sígildu kínversku heimsfræði breytinganna er ekki neitt sem slíkt nema sjálfar breytingarnar og verkefni okkar mannfólks- ins felst í því að taka þátt í þessum breytingum af ábyrgð og með sem mest- um ábata fýrir mannlegt líf.20 17 Mario Sabattini og Paulo Santangelo, Storía della Cina. Dalle orígini alla fondazione della Repubblica (Róm: Laterza, 1986), s. 21 o.áfr. 18 Wilfred Cantwell Smith, TbeMeaningandEndofReligion (Minneapolis: Fortress Press, 1991), s. 69. 19 Mikilvæg undantekning er sá heimspekiskóli sem kenndur er við hina „síðari móista" (houqi mojia) og á rætur sínar að rekja til heimspekingsins Mozi (S. öld f.Kr.). Greinargóða umfjöllun um skóla þennan má finna hjá A.C. Graham, Later Mobist Logic. Ethics and Science (Hong Kong: Chinese University Press, 1978) og Disputers of the Tao. PhilosophicalArgument in Ancient China (Chicago/La Salle: Open Press, 1989), s. 137-70. 20 Á undanförnum árum hefur borið nokkuð á heimspekilegri umfjöllun um óræðnihugtakið. Þar hefhr verið bent á kosti hugtaksins og lögð rík áhersla á að óræðni megi ekki leggja að jöfnu við það að „allt sé í graut". Óræðni felur í sér - og kemur oft til af- opnun gagnvart þeim ófyrir- sjáanlegu möguleikum og tækifærum sem framvinda tímans og hlutanna bera með sér. Að vera óræður, í þessum skilningi, er að vera í stöðugri viðbragðsstöðu með tilliti til möguleikans á að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.