Hugur - 01.01.2006, Síða 179
Aðfœra út veginn
177
því forðast að smætta hvort tveggja „mannveruna" og „veginn" niður í slíkar
frumspekikvíar þegar þau ber á góma.
Hugmyndina um sam-sköpun má nálgast frá tveimur sjónarhornum. Frá
hinu fyrra er áhersla lögð á veginn sem skapandi afl en frá hinu síðara á til-
tekinn sam-skapara sem gæti til dæmis verið manneskjan. Bæði þessi sjón-
arhorn hafa verið áberandi á meðal áhrifameiri heimspekinga kínverskrar
orðræðuhefðar. Aherslan á veginn sem skapandi afl (sem þá er skilið sem
sjálfsprottnar breytingar veraldarinnar) hefur notið sérstakrar athygli kín-
verskra heimspekinga á tuttugustu öld. Mou Zongsan lýsti „ósviknu hreyfi-
aflinu" [zhen jí), sem knýr áfram óstöðvandi ummyndanir veraldarinnar, sem
„linnulausri sköpun" (chuangsheng buyi).32 Tang Junyi lýsti veraldarferlinu
sem „sköpunarmynstri" (sheng zhi li) og „óhamlaðri verðandi" (ziyou sheng-
hua).33 Með samsvarandi hætti leikur sköpunaraflið meginhlutverk í túlkun
Tu Wei-mings á hinu sígilda konfusíska riti Zhongyonf’4 og á öðrum stað
hefiir hann lýst veröldinni sem „birtingarmynd stöðugrar sköpunar".35
Allar þessar lýsingar ber að skilja með hliðsjón af ákveðnu veraldarviðhorfi
sem þeim liggur til grundvallar. Samkvæmt þessu viðhorfi er veröldin óslit-
ið og sívirkt heildarferli hins lífræna efnisleika rjif' Nánar tiltekið felur þetta
einkum í sér þrjár staðhæfingar um veröldina: 1. Veröldin er samfelld heild
þar sem sérhverjir tveir hlutir eiga í gagnkvæmum venslum. 2. Veröldin er
„birtingarform eins heildarferlis“37 og handan þessa ferlis, veraldarinnar hér
og nú, er ekki neitt í líkingu við æðri máttarvöld, frumorsök, skapara eða
platónskar frummyndir. 3. Veraldarferlið er stöðugt, virkt, sjálfsprottið og á
sér ekki fyrirfram ákvörðuð markmið (telos): ekkert er, heldur er allt að verða
það sem það er ekki.38
Samfellan, heildarhyggjan og sívirknin sem í sameiningu móta þetta við-
32 Mou Zongsan, Zhongguo zhexue de tezhi [Sérkenni kínverskrar heimspeki] (Taibei: Xuesheng
shuju, 1963), s. 21.
33 Tang Junyi, Zhongguo wenhua jingshen jiazhi [Gi/di kínversks menningaranda] (Taibei:
Zhengzhong shuju, án ártals), s. 75.
34 Tu Wei-ming, Centrality and Commonality. An Essay on Confucian Religiousness (Albany: State
University of New York Press, 1989), s. 78. Zhongyong er stutt en afar andríkt fornrit sem Zhu
Xi gerði að einu fjögurra undirstöðurita konfiisískrar heimspeki. Það var lengi vel eignað son-
arsyni Konfusíusar en er líklega samrunaverk fleiri höfimda. Titill ritsins, sem vísar til megin-
hugtaks þess, var á Vesturlöndum lengi vel þýddur sem „Meðalvegskenningin" þar sem ritið var
talið tjá hugmyndir sem koma nærri samnefndri kenningu Aristótelesar. Á undanförnum ára-
tugum hafa komið fram höfúndar, þar á meðal Tu Wei-ming, sem hafna þessari sígildu túlkun
ritsins og tefla fram nýjum. Einnig má nefha þýðingu Rogers T. Ames og Davids L. Hall, Foc-
using the Familiar. A Translation and Philosophical Interpretation of the Zhongyong (Honolulu:
University of Hawaii Press, 2001).
35 Tu Wei-ming, Confucian Thought. Selfhood as Creative Transformation (Albany: State Univer-
sity of New York Press, 1985), s. 36.
Qi má segja að sé kínversk samsvörun hins vestræna efnishugtaks þar sem það er að finna í öll-
um efnislegum hlutum. Munurinn er hins vegar sá að qi er einnig uppspretta lífs og býr yfir
sjálfsprottnu hreyfiafli og því er ekki að finna tvíhyggju efnis og anda í kínverskri orðræðu. Sjá
nánar um qi í grein Geirs Sigurðssonar, „Á meðal hinna tíu þúsund hluta. Tang Junyi og sér-
kenni kínverskrar heimsfræði", Hugur. Tímarit um heimspeki 15 (2003), s. 60.
^ Tu Wei-ming, Confucian Thought, s. 38.
Þetta óendanlega ferli hefúr Tu Wei-ming tekið til rækilegrar umfjöllunar. Sjá einkum grein-
ina „The Continuity of Being: Chinese Visions of Nature" í sama riti.