Hugur - 01.01.2007, Page 19
Andlegt lýðveldi án kreddu
17
endanum eitthvað mikið í bókinni, ef hún gagnast þér, hjálpar þér að skýra hugsun
þína og sjá það sem þú vildir sagt hafa, þá verðurðu að hugsa sjálfstætt og frum-
lega. Þú verður að fá hugmyndir. Eg held að það gerist ekki öðruvísi. Annars
verður lesturinn bara einhver bútasaumur. Það verður að koma til eitthvert sam-
eiginlegt vandamál, einhver sameiginleg sýn, einhver sameiginlegur skilningur á
gildum, eitthvað slíkt - þannig lít ég á þetta. Ég held að annars sértu ekki raun-
verulega að vinna í hugmyndum viðkomandi hugsuðar.
En túlkun á textum með pessum hœtti eins ogpú lýsir, erpað aðalatriði í starfi heim-
spekingsins eða eina starf hans eða ... ?
Ég vil jafnvel ganga svo langt að segja að túlkun á textum sé ekki hluti af starfi
heimspekingsins - það er kannski það sem ég er að segja. Nú er meira en aldar-
fjórðungur síðan ég byrjaði að kynna mér heimspeki í háskólanámi. Eg held ég
hafi aldrei fengið verkefni, eða sett sjálfum mér fyrir verkefni, sem hófst á því að
ég sagði við sjálfan mig: „Nú ætla ég að túlka þessa bók“, eins og menn stunda
kannski í bókmenntafræði eða kvikmyndafræði eða ég veit ekki hvar. Ég hef
aldrei sett mér það verkefni að túlka Fre/sið, Otímabærar hugleiðingar eða Trúar-
vilja. Þetta er ekki hártogun. Ég á aðeins við, eins og ég sagði um gagnrýnina
áðan, að mér finnst voðalega ófrjótt að iðka gagnrýni til þess eins að gagnrýna.
Eins er ég ekki hrifinn af því að túlka til að túlka - bara af því að það er hluti af
þínu starfi eða eitthvað í þá áttina. Þegar þessu er lýst á þennan hátt virkar þetta
kannski dálítið einfalt, en satt er það engu að síður. Tökum dæmi af mínum
skrifum. Það er mjög langt síðan ég kynntist Frelsinu eftir John Stuart Mill. Frá
þeirri stundu hefur þessi bók leitað á mig. Og ég varð óánægður með viðtekinn
lestur á þessari bók. Þegar ég er svo búinn að orða mína hugsun um þetta þá get
ég stigið fram og sagt: „Ég er með aðra túlkun á Mill en gengur og gerist, ég túlka
verkið sem rit um aðferðafræði ekkert síður en stjórnmálaheimspeki eða sið-
fræði.“ Þarna er kjarninn í túlkun minni á Frelsinu. Þetta er verk sem fæst við að
útlista heimspeki sem aðferð ekkert síður en að láta í ljós sannindi um stjórnmál.
Það sem ég er að segja er að túlkunin er ekki aðalatriðið.
Hvað er aðalatriðið?
Að skilja og skýra hugsun þína, skilja betur hvað felst í hinni heimspekilegu að-
ferð, skilja betur tengsl frelsishugsjónarinnar og þroskans.
Þannig að markmiðið er ekki að segja:„nú skil égpessa bók betur, ég hef réttan skilning
á henni“, heldur erpað að skilja eitthvert viðfangsefni?
Já, en málið er þó jafnvel enn einfaldara, þetta er frekar eins og að leiða hug-
myndina út. Segjum að ég sé tónskáld og hafi heyrt tiltekinn píanókonsert eftir
Beethoven og segi svo við sjálfan mig: ,Já, þarna er stef sem er ekki alveg leitt út
en leikur stærra hlutverk í verkinu en ég hélt.“ Síðan færi ég að semja tilbrigði við
stefið. Þá vaknar spurningin: af hverju leitaði þetta stef í þessu tónverki svona stíft
á mig? Auðvitað gætu margar ástæður verið fyrir því. Ein gæti verið sú að þetta