Hugur - 01.01.2007, Page 22
20
Andlegt lýðveldi án kreddu
ýví aðfá viðbrögðfráþeim - og vceri ekki œskilegt að heimspekingar tœkjuþátt ísam-
ræðum úti isamfélaginu meðvitaðir um þessar takmarkanir sem þú ert að tala um ?
Jú, ég er alveg sammála því að það eru afarkostir að stilla þessu svona upp: allt eða
ekkert. Eg vil ekki stilla þessu þannig upp. Ég er að lýsa tiltekinni hættu sem ég
lenti sjálfur í '92 og '93. Það tekur mörg ár frá því maður byrjar að segja nei við
blöðin, sjónvarp og útvarp þangað til þeir hætta endanlega að hringja, því þeir
vilja alltaf fá einhvern sem vill tala um hlutina. En mín nýja regla er sú að þegar
maður hefiir hugsað sig niður á eitthvað og hefiir eitthvað að segja - maður hefur
til dæmis skoðað siðferði blaðamanna eða spillingu tungumálsins og sér þetta
gerast í samfélaginu - þá segi maður já við því að koma fram á málþingi eða í
útvarpi eða eitthvað slíkt. Og ég myndi vilja krítisera sjálfan mig ögn fyrir þetta
... nei, það borgar sig nú ekki að gagnrýna sjálfan sig, ég á við að þarna er smá
eftirsjá ... ég hefði viljað vera duglegri í sumum málum af þessu tagi án þess að
slaka á fræðilegum kröfum. En ég held að það sé ægilegt fyrir heimspeking að
verða einhvers konar pólitískur aktífisti - ég er Nietzscheisti þegar kemur að
þessum punkti. I aktífisma hættir maður mjög fljótt að hugsa heimspekilega og
fer að hugsa í strategíum, manipúleringum en þó einkum klisjum.
Sumir mynduþó segja að ekki séhægt að tala viðfölmiðla öðruvísi en að hafa eitthvað
af pessu á sínu valdi, heldurðu að það sé rangt?
Ég held að það sé rangt. Ég held að með vali sínu sé maður alltaf að taka þátt í að
búa til einhvern heim. Þú getur með vali þínu tekið þátt í því að búa til aðeins
upplýstari heim og aðeins betri dagblöð, held ég. Til að færa rök fyrir þessu þá
mætti einfaldlega bera saman ólík dagblöð. Það eru ólíkar blaðahefðir í ólíkum
löndum eftir því hvernig almenningur er og eftir því hvernig fólk hugsar. Danir
finnst mér til dæmis vera með góða fréttamennsku. Ég hef búið þar í eitt ár. Mér
finnst þeir semja fréttir fyrir hugsandi fólk sem þeir telji að ekki þurfi að ráðskast
með heldur megi láta fá staðreyndir. Ég hef séð bandaríska fréttamennsku sem er
eins góð eða betri. En ég hef líka séð bandaríska fréttamennsku sem er öll á þá
leið að gert er ráð fyrir því að fólk sé heiladautt og að sífellt þurfi að ráðskast með
það. Ég vil ekki tala of hátíðlega, en ég held að það sé á ábyrgð okkar háskóla-
kennara að reiða fram eitthvað vandað og bitastætt þegar við blöndum okkur í
umræðuna. Það er nú bara þannig að líf okkar er svo takmarkað að hver maður
fyrir sig getur ekki haft eitthvað sæmilega vandað til málanna að leggja nema í
fáeinum málaflokkum - flestir menn eru þannig úr garði gerðir. Ég get tjáð mig
um siðferði og blaðamennsku, því ég hef bæði skoðað þau mál á Islandi og í er-
lendu samhengi. Mér finnst ég geta tjáð mig af viti um vissa spillingu tungumáls-
ins í lýðræðislegum samfélögum. Það tekur óhemjutíma að setja sig inn í flókin
mál eins og gagnagrunnsmálið sem ég reyndi að skoða á sínum tíma. En maður
hefur ekki yfirsýn yfir marga slíka málaflokka.
Mig langar aðeins að víkja að öðru sem snertir líka starf heimspekingsins. Fyrir nokkr-
um árum varstu með málstofu við Háskóla Islands sem ég tókþátt í um heimsþeki sem