Hugur - 01.01.2007, Side 27
Andlegt lýðveldi án kreddu
25
og málfræði - er að maður þarf að skoða hugtökin, rannsaka þau hugtök sem
stýra manni sjálfum. Og svo segir maður: „Aha, svona hef ég skilið trú. En þetta
er alveg fáránlegur skilningur á trú.“ Fyrsta skrefið er að losa sig við þær hug-
myndir sem hæfa ekki manns eigin skynsemi. Ég held að það sé mjög öflugt fyrir
mann að átta sig til dæmis á því að trúin er ekki bara eitthvert blint stökk eða
eitthvað slíkt. Hún er ákveðin þroskabraut, ákveðin viðleitni og afstaða sem mað-
ur þarf að tileinka sér - það getur tekið heila mannsævi. Hún er ákveðin aðferð
við að vera í tengslum við veruleikann, aðferð sem byggist á trausti og því að
virkja ímyndunarafl sitt á ákveðinn hátt; og hún byggir á ákveðinni natni og því
að gera hlutina aftur og aftur og móta heila ævi í kringum það. Þannig getur
maður frelsað sig undan einfeldningslegri hugmynd um trú og þá vakna áleitnar
spurningar: „Af hverju hef ég þessa einfeldningslegu hugmynd um trú? Er það til
að vernda sjálfan mig? Er það einhver ótti eða einhverjar takmarkanir hjá sjálfum
mér sem valda því að ég var búinn að loka þessu boxi svona rækilega?“ Þetta er
ekkert ósvipað manni sem þolir ekkert nema harðar staðreyndir og peninga og er
alltaf að halda á lofti þeirri kenningu um skáldin að „þau séu bara fífl ...“. Þetta
kemur ekki höggi á skáldin og segir ekkert um þau. Maðurinn getur aðeins verið
að vernda sjálfan sig gagnvart því að horfast í augu við ákveðnar takmarkanir hjá
sér. Slíkar takmarkandi hugmyndir eru flestir með og ef maður losar um þær fær
maður meiri orku og nýjar víddir í hugsun sína. Svo kemur alltaf að spurningu
Williams James um hvort þetta sé allt bara leikur að hugmyndum eða hvort ein-
hver veruleiki sé á bak við hugmyndirnar. Eg er að kenna James núna og þess
vegna er hann mér ofarlega í huga. Líkt og James trúi ég á veruleikann á bak við
góðar hugmyndir.
Heldurðu að maðurinn geti lifað án trúar, án frumspeki í einhverjum skilningi?
Það flækir málið að spyrða trú og frumspeki saman á þennan hátt, en sennilega er
svarið já - og þó veit ég það ekki. Hvað þetta snertir fara menn oft út í að setja
eitthvað annað í staðinn fyrir trúna. Sumir fara yfir í vísindi til dæmis og fara að
trúa á þau. Eg kysi heldur að orða þetta á aðeins nákvæmari hátt og segja að þeir
fari að nota vísindin eins og trúarbrögð, ekki það að vísindin séu trúarbrögð, en
þau má hæglega nota eins og trúarbrögð. Sennilega geta menn hæglega lifað án
trúar. Þess vegna orðaði ég þetta svona sjálfur: hvert er hlutverk trúarinnar í góðu,
skynsamlegu, hamingjusömu hfi? Eins og ég skil trúna í sögu okkar Vesturlanda-
búa - það sem ég þekki best en þekki þó takmarkað - vil ég segja að trúin leiki
miklu stærra hlutverk. Eg myndi vilja orða þetta svona: ákveðnar víddir hverfa úr
hfi þínu ef þú sleppir trúnni, þú ert fátækari fyrir bragðið. Svarið væri því: já, en
þú verður fátækari. Þú getur komist af án trúar en þú værir fátækari. Eg get nefnt
nokkur atriði. í fyrsta lagi held ég að trúin hjálpi okkur að þroska viljaeðlið. Það
er eitt af því sem hún er fær um en okkur hættir stundum til að vanrækja í heim-
speki og vísindum. Trúin hjálpar okkur að skilja að við verðum að þroska viljaeðli
okkar, ekki síst sem heimspekingar. I annan stað á hún að geta hjálpað manni að
þroska ákveðna tegund af ímyndunarafli. Hún getur hjálpað okkur að sjá veru-
leikann undir andlegu sjónarhorni.Trúin getur líka virkjað í okkur ákveðnar hug-