Hugur - 01.01.2007, Síða 27

Hugur - 01.01.2007, Síða 27
Andlegt lýðveldi án kreddu 25 og málfræði - er að maður þarf að skoða hugtökin, rannsaka þau hugtök sem stýra manni sjálfum. Og svo segir maður: „Aha, svona hef ég skilið trú. En þetta er alveg fáránlegur skilningur á trú.“ Fyrsta skrefið er að losa sig við þær hug- myndir sem hæfa ekki manns eigin skynsemi. Ég held að það sé mjög öflugt fyrir mann að átta sig til dæmis á því að trúin er ekki bara eitthvert blint stökk eða eitthvað slíkt. Hún er ákveðin þroskabraut, ákveðin viðleitni og afstaða sem mað- ur þarf að tileinka sér - það getur tekið heila mannsævi. Hún er ákveðin aðferð við að vera í tengslum við veruleikann, aðferð sem byggist á trausti og því að virkja ímyndunarafl sitt á ákveðinn hátt; og hún byggir á ákveðinni natni og því að gera hlutina aftur og aftur og móta heila ævi í kringum það. Þannig getur maður frelsað sig undan einfeldningslegri hugmynd um trú og þá vakna áleitnar spurningar: „Af hverju hef ég þessa einfeldningslegu hugmynd um trú? Er það til að vernda sjálfan mig? Er það einhver ótti eða einhverjar takmarkanir hjá sjálfum mér sem valda því að ég var búinn að loka þessu boxi svona rækilega?“ Þetta er ekkert ósvipað manni sem þolir ekkert nema harðar staðreyndir og peninga og er alltaf að halda á lofti þeirri kenningu um skáldin að „þau séu bara fífl ...“. Þetta kemur ekki höggi á skáldin og segir ekkert um þau. Maðurinn getur aðeins verið að vernda sjálfan sig gagnvart því að horfast í augu við ákveðnar takmarkanir hjá sér. Slíkar takmarkandi hugmyndir eru flestir með og ef maður losar um þær fær maður meiri orku og nýjar víddir í hugsun sína. Svo kemur alltaf að spurningu Williams James um hvort þetta sé allt bara leikur að hugmyndum eða hvort ein- hver veruleiki sé á bak við hugmyndirnar. Eg er að kenna James núna og þess vegna er hann mér ofarlega í huga. Líkt og James trúi ég á veruleikann á bak við góðar hugmyndir. Heldurðu að maðurinn geti lifað án trúar, án frumspeki í einhverjum skilningi? Það flækir málið að spyrða trú og frumspeki saman á þennan hátt, en sennilega er svarið já - og þó veit ég það ekki. Hvað þetta snertir fara menn oft út í að setja eitthvað annað í staðinn fyrir trúna. Sumir fara yfir í vísindi til dæmis og fara að trúa á þau. Eg kysi heldur að orða þetta á aðeins nákvæmari hátt og segja að þeir fari að nota vísindin eins og trúarbrögð, ekki það að vísindin séu trúarbrögð, en þau má hæglega nota eins og trúarbrögð. Sennilega geta menn hæglega lifað án trúar. Þess vegna orðaði ég þetta svona sjálfur: hvert er hlutverk trúarinnar í góðu, skynsamlegu, hamingjusömu hfi? Eins og ég skil trúna í sögu okkar Vesturlanda- búa - það sem ég þekki best en þekki þó takmarkað - vil ég segja að trúin leiki miklu stærra hlutverk. Eg myndi vilja orða þetta svona: ákveðnar víddir hverfa úr hfi þínu ef þú sleppir trúnni, þú ert fátækari fyrir bragðið. Svarið væri því: já, en þú verður fátækari. Þú getur komist af án trúar en þú værir fátækari. Eg get nefnt nokkur atriði. í fyrsta lagi held ég að trúin hjálpi okkur að þroska viljaeðlið. Það er eitt af því sem hún er fær um en okkur hættir stundum til að vanrækja í heim- speki og vísindum. Trúin hjálpar okkur að skilja að við verðum að þroska viljaeðli okkar, ekki síst sem heimspekingar. I annan stað á hún að geta hjálpað manni að þroska ákveðna tegund af ímyndunarafli. Hún getur hjálpað okkur að sjá veru- leikann undir andlegu sjónarhorni.Trúin getur líka virkjað í okkur ákveðnar hug-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.