Hugur - 01.01.2007, Síða 38
36
David Hume
þótt ég væri vinveittur eða óvinveittur höíundinum, að hverfa frá þessari stöðu,
og með því að líta á mig sem mann almennt verð ég, ef mögulegt er, að gleyma
einstaklingstilveru minni og sérstökum kringumstæðum. Einstaklingur sem er
undir áhrifum fordóma hlítir ekki þessu skilyrði en þrjóskast við að halda nátt-
úrlegri afstöðu sinni án þess að setja sig inn í þá afstöðu sem verkið gerir ráð fyrir.
Sé verkinu beint til fólks frá öðrum tíma eða annarri þjóð tekur hann ekkert tillit
til hinna sérstöku skoðana þess og fordóma, heldur fordæmir hann fljótfærnis-
lega, upptekinn af siðum síns eigin tíma og lands, það sem virtist prýðilegt í aug-
um þeirra sem ræðan var einum ætluð. Sé verkið ætlað almenningi útvíkkar hann
aldrei nægilega skilning sinn eða gleymir hagsmunum sínum sem vinur eða óvin-
ur, sem keppinautur eða útskýrandi. Með þessu móti brenglast viðhorf hans, og
ekki hafa sömu kostir og gallar heldur sömu áhrif á hann eins og hefði hann beitt
ímyndunarafl sitt viðeigandi hörku og gleymt sér um stund. Auðsætt er að fram
að þessu víkur smekkur hans frá hinum rétta mælikvarða og glatar þar af leiðandi
öllu trausti og myndugleika.
Það er vel þekkt að í öflum spurningum sem lagðar eru fyrir skilninginn eru
fordómar skaðlegir góðri dómgreind og afbaka allar athafnir vitsmunanna. Þeir
eru engu síður öndverðir góðum smekk, og ekki hafa þeir minni áhrif til að spilla
fegurðarkennd okkar. Það tilheyrir heilbrigðri skynsemi að hafa hemil á áhrifum
þeirra í báðum tilfellum, og hvað þetta varðar, eins og margt annað, er rökvitið,
þótt það sé ekki ómissandi hluti af smekk, alltént nauðsynlegt fyrir aðgerðir þessa
síðarnefnda hæfileika. I öllum æðri snilldarverkum er gagnkvæmt samband og
samsvörun hluta, og ekki getur sá skynjað annaðhvort kostina eða gallana sem
hefur ekki nógu víðtæka hugsun til að ná yfir alla þessa hluta og bera þá saman til
þess að skynja samræmi og samkvæmni heildarinnar. Sérhvert listaverk hefur líka
ákveðið markmið eða tilgang sem því er fyrirhugað, og það ber að dæma það eftir
því hvernig því tekst að ná þessu markmiði.Tilgangur málsnilldar er að sannfæra,
sögu að fræða, skáldskapar að skemmta með atbeina ástríðnanna og ímyndunar-
aflsins. Þessi markmið verðum við stöðugt að hafa í huga þegar við rannsökum
hvaða verk sem er, og við verðum að geta dæmt um hve vel aðferðirnar sem beitt
er eru fallnar til að ná markmiðum sínum hverju um sig. Auk þess er sérhver teg-
und ritverks, jafnvel hins skáldlegasta, ekkert nema keðja staðhæfinga og rök-
færslna, ekki alltaf, vissulega, hinna réttustu og nákvæmustu, en samt trúlegra og
sennilegra, hversu dulbúnar sem þær eru með lit ímyndunaraflsins. Persónunum
sem kynntar eru í harmleikjum og söguljóðum verður að lýsa sem svo að þær
rökræði, hugsi, dragi ályktanir og breyti eins og hæfir skapgerð þeirra og kring-
umstæðum. Og án dómgreindar jafnt sem smekks og hugmyndaflugs getur skáld
aldrei vonast til að ná langt í svo vandmeðfornu verkefni. Að ekki sé minnst á að
sömu ágætu hæfileikarnir sem stuðla að því að bæta rökvitið, sami skýrleiki í
hugsun, sama nákvæmni í því að gera greinarmun, sama skilningsfjörið, eru
ómissandi fyrir aðgerðir sanns smekks og eru óskeikulir fylgifiskar hans. Það
gerist sjaldan eða aldrei að skynsamur maður sem hefur reynslu i einhverri list
geti ekki dæmt um fegurð hennar; og það er engu síður sjaldgæft að hitta mann
sem hefur réttan smekk án góðs skilnings.