Hugur - 01.01.2007, Side 45
Tilraun um tiljinningar
43
Innri gagnrýni og samþættingur eru ættuð úr meginlandsspeki. Rökgreiningin
er runnin úr annarri átt, hún er náttúrulega helsta vopn greiningarspeki (analýt-
ískrar heimspeki). í þessari ritsmíð sæki ég innblástur til greiningarspekingsins
Ludwigs Wittgenstein. Síðspeki hans hefur oft verið talin eins konar empírísk
athugun á daglegu máh. Eg held að það sé misskilningur. Aðferð Wittgensteins
er sú að greina hugtök með því að sýna þau í margvíslegu samhengi, bera þau
saman við önnur hugtök með aðstoð myndhverfinga, skáldaðra frásagna og hand-
fastra dæma um notkun.2 Robert C. Roberts heggur í sama knérunn. Greining á
tilfinningahugtökum er aðeins að vissu marki greining á málbeitingu eins og hún
kemur af skepnunni. Menn verða líka að beina sjónum sínum að frásögulegu
samhengi þar sem tilfinningar koma við sögu. Við slíka athugun eiga menn að
beita ímyndaraflinu, ekki dugar að safna staðreyndum um þessar tilfinninga-
sögur.
Ekki sakar að beita dálítilli naflaskoðun, hyggja að eigin tilfinningum. Svo ber
að bera saman tilfinningar af ýmsu tagi og bera þær síðan saman við skyld íyrir-
bæri eins og breytni, stemningar, langanir o.s.frv. (Roberts 2003:37—38).
Eg mun reyna mitt besta til að feta í fótspor þessara miklu meistara, Wittgen-
steins og Roberts. En góðfus lesandi má vita að mistök mín eru ekki þeirra sök.
Hann má líka vita að hér er á ferðinni tilraun, þ.e. „esseyja". Ég tek orðið „tilraun"
alvarlega, geri ýmsar tihaunir með hugtakið „geðshræringu".
I
Einhvern tímann á árunum upp úr 1960 samdi og söng Omar Ragnarsson ansi
skemmtilegan brag um ástina. I honum segir:
Af þessu ætti að sjást
að það er erfitt að skilgreina ást.
Ómar hafði lög að mæla. Satt best að segja er ekki heiglum hent að skilgreina
hugtök um tilfinningar, hvað þá sjálft hugtakið „tilfinningu". Reyndar telja fylgis-
menn vitskenningar (e. cognitive theorý) að til séu tvær megingerðir tilfinninga.3
Fyrri gerðin nefnist „kennd“ (e. sensation), hin síðari „geðshræring" (e. emotion).
Sársauki og nautn eru kenndir, einfaldar skynjanir. Við getum staðsett þær í lík-
amanum.Til dæmis finnum við sársauka í vísifingri og nautn í öllum skrokknum.
Öðru máh gegnir um geðshræringar. Við finnum ekki til reiði, hræðslu, haturs
eða ástar á sérstökum stöðum í líkamanum. Auðvitað gegna vissir líkamshlutar
meira hlutverki en aðrir í sjónleik geðshræringa, samanber hlutverk ónefndra lík-
amsparta í erótískri ást. En athugið að sumir finna til herpings í maga er þeir
verða hræddir. Aðrir fá brjóststing, enn aðrir finna ekki til á neinum sérstökum
stað. Astæðan er sú að geðshræringar eru ekki bara skynjanir, reyndar eru áhöld
2 I þessari áherslu Wittgensteins á hið skáldlega, þ.e. sögur og myndhverfingar, mætir hann skáldlcga sinnuðum
meginlandsspekingum eins og Nietzsche á miðri leið. Það er vel.
3 Afbragðsgóða lýsingu á þessari kenningu má finna hjá Kristjáni Kristjánssyni (1997: 63-94).