Hugur - 01.01.2007, Page 45

Hugur - 01.01.2007, Page 45
Tilraun um tiljinningar 43 Innri gagnrýni og samþættingur eru ættuð úr meginlandsspeki. Rökgreiningin er runnin úr annarri átt, hún er náttúrulega helsta vopn greiningarspeki (analýt- ískrar heimspeki). í þessari ritsmíð sæki ég innblástur til greiningarspekingsins Ludwigs Wittgenstein. Síðspeki hans hefur oft verið talin eins konar empírísk athugun á daglegu máh. Eg held að það sé misskilningur. Aðferð Wittgensteins er sú að greina hugtök með því að sýna þau í margvíslegu samhengi, bera þau saman við önnur hugtök með aðstoð myndhverfinga, skáldaðra frásagna og hand- fastra dæma um notkun.2 Robert C. Roberts heggur í sama knérunn. Greining á tilfinningahugtökum er aðeins að vissu marki greining á málbeitingu eins og hún kemur af skepnunni. Menn verða líka að beina sjónum sínum að frásögulegu samhengi þar sem tilfinningar koma við sögu. Við slíka athugun eiga menn að beita ímyndaraflinu, ekki dugar að safna staðreyndum um þessar tilfinninga- sögur. Ekki sakar að beita dálítilli naflaskoðun, hyggja að eigin tilfinningum. Svo ber að bera saman tilfinningar af ýmsu tagi og bera þær síðan saman við skyld íyrir- bæri eins og breytni, stemningar, langanir o.s.frv. (Roberts 2003:37—38). Eg mun reyna mitt besta til að feta í fótspor þessara miklu meistara, Wittgen- steins og Roberts. En góðfus lesandi má vita að mistök mín eru ekki þeirra sök. Hann má líka vita að hér er á ferðinni tilraun, þ.e. „esseyja". Ég tek orðið „tilraun" alvarlega, geri ýmsar tihaunir með hugtakið „geðshræringu". I Einhvern tímann á árunum upp úr 1960 samdi og söng Omar Ragnarsson ansi skemmtilegan brag um ástina. I honum segir: Af þessu ætti að sjást að það er erfitt að skilgreina ást. Ómar hafði lög að mæla. Satt best að segja er ekki heiglum hent að skilgreina hugtök um tilfinningar, hvað þá sjálft hugtakið „tilfinningu". Reyndar telja fylgis- menn vitskenningar (e. cognitive theorý) að til séu tvær megingerðir tilfinninga.3 Fyrri gerðin nefnist „kennd“ (e. sensation), hin síðari „geðshræring" (e. emotion). Sársauki og nautn eru kenndir, einfaldar skynjanir. Við getum staðsett þær í lík- amanum.Til dæmis finnum við sársauka í vísifingri og nautn í öllum skrokknum. Öðru máh gegnir um geðshræringar. Við finnum ekki til reiði, hræðslu, haturs eða ástar á sérstökum stöðum í líkamanum. Auðvitað gegna vissir líkamshlutar meira hlutverki en aðrir í sjónleik geðshræringa, samanber hlutverk ónefndra lík- amsparta í erótískri ást. En athugið að sumir finna til herpings í maga er þeir verða hræddir. Aðrir fá brjóststing, enn aðrir finna ekki til á neinum sérstökum stað. Astæðan er sú að geðshræringar eru ekki bara skynjanir, reyndar eru áhöld 2 I þessari áherslu Wittgensteins á hið skáldlega, þ.e. sögur og myndhverfingar, mætir hann skáldlcga sinnuðum meginlandsspekingum eins og Nietzsche á miðri leið. Það er vel. 3 Afbragðsgóða lýsingu á þessari kenningu má finna hjá Kristjáni Kristjánssyni (1997: 63-94).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.