Hugur - 01.01.2007, Page 49
Tilraun um tilfinningar
47
greining eðlisfræðileg úttekt á lofttitringi. En slík greining á lofttitringi er ekki
greining á tónlist, ég greini aftur á móti tónlist ef ég kalla tiltekið tónverk „sin-
fóníu“ og geri úttekt á uppbyggingu hennar. Eðlisfræðileg greining á hinni efnis-
legu undirstöðu tónlistarinnar er dæmd til að vera ambátt tóngreiningar. Síðar-
nefnda greiningin gefur nefnilega efnismynstrum samsemd (ídentítet) sem
tónlist. Sú greining er svo aftur háð upplifun manna af tónlist. Með sama hætti er
greining á efnislegum undirstöðum geðshræringa háð rökgreiningu sem líkist
tóngreiningunni. Rökgreiningin er svo aftur háð tilfinningareynslunni (Roberts
2003: 52-54).51 öðru lagi tel ég mitt eigið gagndæmi gegn Griffiths harla gott.
Það er svona: Imyndum okkur mannverur sem eru eins og við að öllu leyti öðru
en því að tilfinningum þeirra fylgja engar upplifanir, hvorki hugsanir né kenndir.
Samt bregðast þessar verur við tilfinningalegu áreiti með h'kum hætti og við. Þær
bregðast við hættu með því að orga og hlaupa burt á harðaspretti. Nákvæmlega
það sama gerist í möndlu þeirra og okkar þegar við skelfumst eitthvað (mandla
eða amygdala er heilastöð sem virðist stjórna hræðsluviðbrögðum). Eins gerist
það sama í heila þeirra og okkar er við syrgjum eitthvað. En þar sem mannver-
urnar upplifa hvorki hræðslu né sorg þá má ætla að þær bregðist við hræðslu- og
sorgarviðbrögðum sínum með líkum hætti og við bregðumst við ósjálfráðum við-
brögðum. Slái einhver á hnéskel okkar með þeim afleiðingum að fóturinn skjótist
upp þá getum við greint ferlið og hugsað um það þótt við upplifum ekkert. Við
sjáum ósjálfráð viðbrögð utan frá. Þannig myndu mannverurnar líklega sjá
hræðsluviðbrögð og önnur tilfinningaleg viðbrögð sín. Þá má spyrja hvort líklegt
sé að þær lýsi slíkum hræðsluferlum með því að segja „ég/hann/hún var hrædd-
(ur)“. Er ekki líklegra að þær segi „ég/hann/hún sýndi hræðsluviðbrögð"? Og er
ekki enn líklegra að þær beiti einfaldlega ekki hræðsluhugtakinu, hvað þá öðrum
tilfinningahugtökum? Hvaða not hefur vera sem aldrei upplifir sorg fyrir sorgar-
hugtakið? Hugsanlega gæti hún notað orðið „sorg“ um vissa tegund af atferli sem
hún sér hjá sjálfri sér og öðrum verum af sama tagi. En vandséð er að það orð
tákni sama hugtak og hugtakið „sorg“. Orðið myndi þá fremur tákna hugtak sem
væri stofnskylt hugtakinu um loftbylgjurnar er myndast þegar sinfóníur eru spil-
aðar, en ekki hugtakinu sinfóníu. Það hugtak væri aftur á móti hliðstætt við sorg-
arhugtakið. Alltént er náttúruhyggjan ekki ýkja mikil ógn við vitskenninguna.
d) Skilgreiningarvandi: Griffiths er hugsanlega undir áhrifum frá Amélie Rorty
sem segir að hugtakið geðshræring verði ekki skilgreint, það myndi ekki náttúru-
lega tegund (e. natural class) (Rorty 1980:105).6 En Roberts telur að hún gefist
upp of fljótt, við getum ekki útilokað að slíka skilgreiningu megi finna ef við
vöndum til verka (Roberts 2003: 64). Og ég segi heyr, heyr! Eins og nærri má geta
er Roberts gagnrýninn á þrígreiningu Griffiths. Gagnstætt því sem sá síðarnefndi
heldur fram getur hræðsla haft vitsþátt. Dæmi um slíka hræðslu er ótti sem
prófessor nokkur finnur til er hann uppgötvar að til eru máttug rök gegn kenn-
ingum hans. Þetta þýðir að ekki er hægt að greina skarplega milli forritaðra hrif-
bundinna viðbragða og æðri, vitbundinna tilfinninga. (Roberts 2003: 24-26). Enn
5 Ég spinn við málflutning Roberts, rek hann ekki nákvæmlega.
6 Gull er náttúruleg tegund enda ekki erfitt að skilgreina hugtakið „gullw.