Hugur - 01.01.2007, Page 53

Hugur - 01.01.2007, Page 53
Tilraun um tilfinningar 51 að hafa að minnsta kosti óglögga hugmynd um hvað hundur sé. Ungabörn hafa einatt óljósar hugmyndir um hunda en skynja þá samt sæmilega skýrt. Ef skihn milli skynjana og skoðana eru óglögg má spyrja hvort ekki sé rúm fyrir allra handa millistig, til dæmis konstrúöl. I þriðja lagi teflir Kristján nokkuð djarft er hann talar um ómeðvitaða skoðun. Þetta er vandmeðfarið hugtak. Heimspekingurinn John Searle hefur talsvert til síns máls er hann segir að enginn viti hvað ómeðvituð hugsun sé. Menn tali eins og slík hugsun sé meðvituð hugsun mínus meðvitund. Þetta er augljós mótsögn (Searle 1995:128). En Sörli gamli er vissulega ósanngjarn. Til eru hugsuðir sem nota hugtakið „ómeðvituð hugsun“ með öllu gætnari hætti en þeir sem Searle gagnrýnir. Martha Nussbaum er ein þeirra. Hún telur að ómeðvitaðar skoðanir séu leiðarhnoður okkar í daglegu amstri. Góð dæmi um þetta eru skoðanir á orsökum og afleiðingum. Við gefum okkur án umhugsunar að tilteknar athafnir séu orsakavaldar vissra atburða. Ég sný snerli og vænti þess án umhugsunar að sú athöfn orsaki að hurðin opnist. Nussbaum segir að við höfum fullt forðabúr af þess lags ómeðvituðum skoðunum. An þeirra hefði mannkynið tæpast þraukað (Nussbaum 2001: 71-72). Meinið er að það er engan veginn gefið að það sem Nussbaum kallar „skoðanir" eigi það sæmdarheiti skilið. Kannski virðast þær ekki vera skoðanir fyrr en eftir talsverða umhugsun, við erum vitur eftir á. Aðspurð svörum við „auðvitað hef ég alltaf trúað því að það að snúa snerlinum orsaki að hurðin opnist!“ En höfum við í raun og sanni trúað þessu? Ef til vifl er hér um að ræða ómeðvitaða þekkingarlega þætti sem eru skyldari konstrúölum en skoð- unum (það fylgir sögunni að samkvæmt spekimálum Roberts konstrúerum við yfirleitt með ómeðvituðum hætti) (Roberts 2003:178). Fleiri vankanta má finna á rökum Kristjáns. Hugsum okkur að Nussbaum hafi á réttu að standa og til séu ómeðvitaðar skoðanir á orsök og afleiðingu. En jafnvel þótt Nussbaum hafi rambað á sannleikann um orsök og afleiðingu er ekki þar með sagt að óskynsamlegar geðshræringar hljóti að byggja á slíkum skoðunum. Þótt hugmyndir okkar um hvað gerist er snerli er snúið kunni að byggja á ómeð- vituðum skoðunum er ekki þar með sagt að slíkt hið sama gildi um óskynsamlega hræðslu við skorkvikindi. I fjórða lagi getur hugmyndin um konstrúöl skýrt hið furðulega eðfl listrænna tilfinninga. Furðulegheitin sjást berlega í þeim áhrifum sem hryflingsmyndir hafa á okkur: Hárin standa á höfði okkar af hræðslu þegar við sjáum slíkar myndir þótt við vitum mætavel að ekkert er að hræðast. Það eru líka til ýmis góð rök fyrir því að listræn skynjun sé í því fólgin að skynja eitthvað sem eitthvað annað. Við konstrúerum línur, fleti og liti á lérefti sem mynd af Mónu Lísu. Svipað gildir um hryflingsmyndir, við konstrúerum það sem við sjáum á hvíta tjaldinu sem kvik- indi er ógna lífi okkar og heilsu (Wollheim 1980:12-22). I fimmta lagi gæti konstrúalisminn skýrt hvers vegna dýr og kornabörn virðast (að minnsta kosti við fyrstu sýn) hafa geðshræringar. Flestir vitskenningarsmiðir neita því, Martha Nussbaum er undantekningin sem sannar regluna. Börn og dýr eru skyni gæddar verur þótt þau séu málvana og hugsi varla. Svo virðist sem þau skynji sum fyrirbæri sem ætileg, önnur sem hættuleg o.s.frv. Það er sem þau
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.