Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 55

Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 55
Tilraun um tiljinningar 53 vera séð/skilið sem eitthvað annað enX er nauðsynlegt og mikilvægt skilyrði fyrir því að X sé það sem það er. Hér ber að staldra við og hyggja að því hvers vegna ég bæti mikilvægi við. Astæðan er sú að allur fjandinn getur verið nauðsynlegt skil- yrði fyrirX án þess að það að þekkja þessi skilyrði segi okkur mikið um X.J getur ekki kallast „jurt“ nema að vera lifandi vera. En sú staðreynd segir ekki mikið um jurtir. Um leið er erfitt (kannski útilokað) að finna bæði nauðsynleg og nægjanleg skilyrði fyrir því að tiltekið J geti kallast „jurt“. Eru til dæmis skörp skil milli frumstæðra jurta og frumdýra? Að breyttum breytanda gildir slíkt hið sama um hugtakið myndhverfingu og þar með hugtakið myndhverfða formgerð.14 Reyndar held ég að hugtakið um geðshræringu sé undir sömu sökina selt. Hvað sem því h'ður ætti að vera hægt að finna nauðsynleg og mikilvæg skilyrði þess að kalla G „geðshræringu" eða segja að M hafi myndhverfða formgerð. Lítum á dæmi um hið síðarnefnda (ég treysti því að lesendur séu sammála mér um að þetta dæmi fullnægi nefndum skilyrðum): Hugsum okkur skopmynd af stjórnmálamanni þar sem hann er sýndur sem páfagaukur. Af samhenginu má ráða að hér er gert grín að honum fyrir að éta frasana upp eftir öðru fólki. Þessi skopmynd er það sem hún er í krafti þess að stjórnmálamaðurinn er sýndur sem eitthvað annað en hann sjálfur, þ.e. sem páfagaukur. Myndin hefur því myndhverfða formgerð. Við höfum þegar séð að geðshræringar hafa slíka formgerð. Hræðsla við tiltekið viðfang er hræðsla í krafti þess að viðfangið er skynjað sem eitthvað sem geti ógnað einhverju sem manni er umhugað um, til dæmis lífi manns sjálfs. Reyndar er fleira sem tengir geðshræringar og myndhverfingar. Roberts segir réttilega að þegar við konstrúerum með tilfinningalegum hætti þá tengjum við saman mis- munandi þætti og gerum eina heild úr þeim. Ef við teljum okkur ógnað þá sam- þættum við ýmislegt í aðstæðum okkar og tengjum það saman. Við skynjum aðstæðurnar í ljósi hættunnar. Við sjáum samhengi milli ógnandi hegðunar manns og kylfunnar sem hann heldur á. Um leið sjáum við dyrnar í horninu sem tæki til að flýja ógnina o.s.frv. (Roberts 2003: 78-79). Það fylgir sögunni að samkvæmt spekimálum franska heimspekingsins Pauls Ricœur samþættum við þegar við myndhverfum. Til dæmis samþættum við hin óh'ku hugtök úlf og mann í myndhverfingunni MAÐURINN ER ÚLFUR. Við sköpum nýja heild (Ricœur 1984^: x). Franski hugsuðurinn er sammála Black um að við sjáum eitthvað sem eitthvað annað í myndhverfingum. En hvorki Ricœur né Roberts, hvað þá Black heitinn, hafa séð samhengi myndhverfinga og geðs- hræringa. Mín kenning kveður á um sh'kt samhengi og hana má efla rökum.15 Black segir að myndhverfingar myndbreyti viðfangi sínu með ýmsum hætti. Athugum myndhverfinguna BARDAGI ER TAFL. Slík myndhverfing gerir vissar hfiðar bardaga áberandi en aðrar hfiðar hverfa í skuggann. Myndhverfingin gerir hið herstjórnarlega og útspekúleraða við bardaga áberandi en hið tilfinn- ingalega (ofsinn og óttinn) hverfur í skuggann. Það fylgir sögunni að Ronald de 14 Eg ræði vandlcvæðin við að skilgreina hugtakið „myndhverfingu" í Stefáni Snævarr 2003:162-165. 15 Þessar pælingar mætti styrkja óbeint með tilvísun til rannsókna á einhverfum einstaklingum með Asperger- heilkenni en sh'kir einstaklingar hafa venjulega greind eða eru jafnvel ofvitar. Samt skilja þeir varla mynd- hverfingar og „æðri“ tilfinningar. Það gæti bent til þess að samband sé milli þessa tvenns (Nils Kaland, Annette Moller-Nielsen o.fl. 2002:517-528).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.