Hugur - 01.01.2007, Page 58
56
Stefdn Snœvarr
þessari greiningu á aðrar geðshræringar. Getur stolt og reiði verið án upphafs,
hátinds og eftirleiks?
Geðshræringar hafa að minni hyggju frásagnarformgerð. Astæðan er sú að þær
eru það sem þær eru í krafti þess að vera ferli með fléttu (plotti). Upphaf, hátind-
ur og endalok eru meginþættir fléttunnar.
Ekki er nóg með að geðshræringar hafi bæði formgerð sögu og myndhverfinga
heldur eiga frásögur og myndhverfingar ýmislegt sameiginlegt. Ricœur segir að
frásögur eigi m.a. það sameiginlegt með myndhverfingum að vera konstrúöl
(aftur minni ég á að Ricœur notar ekki þetta orð). Ricœur segir berum orðum ,/lð
sjá eitthvað sem eitthvað annað er hin sameiginlega sál myndhverfingarinnar og
frásögunnar" („le voir comme... est l’áme commune á la métaphore et au récit'j
(Ricœur 19840: 448). Við getum hugsað okkur að skáldsaga Louis-Ferdinands
Céline Ferðin til nœturloka (Voyage au bout de la nuit) sýni okkur heiminn eins og
hann væri helmyrkt hyldýpi. Líka má nota dæmi úr sagnfræði: Islandssagan, sögð
með hefðbundnum hætti, gæti sýnt ferð Snorra Sturlusonar til Noregs árið 1218
sem upphafið að endalokum þjóðveldisins (bæði dæmin eru frá mér sjálfum kom-
in).
Ennfremur samþætta sögurnar innbyrðis ólík fyrirbæri, rétt eins og mynd-
hverfingarnar. Réttara sagt fléttar sögufléttan þeim saman, hið ýmsasta er þrætt
upp á söguþráðinn. Ætlanir ýmissra manna, allra handa atburðir o.s.frv. verða að
einni heild í frásögunni (Ricoeur 19843: 68). Við þetta vil ég bæta að rétt eins og
myndhverfingar og geðshræringar gera frásögur viss fyrirbæri áberandi meðan
önnur falla í skuggann. Hugarástand Snorra skiptir til dæmis ekki miklu máli í
sögunni um fall þjóðveldisins en þess lags ástand er mjög í fyrirrúmi í skáldsögu
Célines.
Reyndar mætast frásögur og myndhverfingar víðar en Ricœur hyggur. Ég tel
að goðsögur séu gegnsýrðar af myndhverfingum. Hugsast gæti að slíkar sögur séu
myndhverfingar sem hreyfast í frásögutíma. í goðsögu segir kannski að Þór hafi
barið hamrinum í jörðina. Nærtækt er að líta á þennan sagnbút sem myndhverfða
lýsingu á þrumuveðri. Túlka má goðsöguna um Persefónu með svipuðum hætti.
Henni er gert að dvelja í Hades þann hluta ársins sem kornið er í líki fræs í
moldu. Hún snýr aftur til móður sinnar gyðjunnar Demeter þegar fræin taka að
spíra. Segja má að sagan sé eins konar myndhverfing fyrir tilveruhætti kornsins.
Persefóna táknar kornið, árstíðarbundnar ferðir hennar milli heima hringrás
þess.
En segir þessi greining okkur eitthvað um geðshræringar? Heilmikið, að því
gefnu að Solomon sé á réttu róli er hann segir geðshræringar vera goðsögur eða
goðafræði sem samanstanda af myndhverfingum og ímyndum (Solomon 1976:
202-211 og víðar). Goðafræði eða goðsögur geðshræringanna samþætta og
„dramatísera“ þá dóma sem byggðir eru inn í geðshræringarnar.19 Skyldleikinn
við kenningu Ricœurs um samþættandi eðli frásagna og myndhverfinga ætti að
vera ljós.
19 Ein af meginkenningum Solomons er sú að geðshræringar séu dómar. Ef við hötum persónu hljótum \nð að
dæma hana norður og niður (Solomon 1976:185).