Hugur - 01.01.2007, Page 68
66
Gunnar Harðarson
við tæknilega fjölföldun, sem er staðlaus, fjölbreytt og hverful. Við þurfum eklú
að koma til myndarinnar: Myndin kemur til okkar, hvort sem það er í formi
eftirprentunar í bók, plakats, póstkorts, auglýsingar eða með öðrum hætti, og
þröngvir sér inn í okkar aðstæður. Andstæðurnar eru milli þess sem er eitt og
margt, milli einstæðrar tilvistar og eintakaþölda.
Eitt meginhugtak Benjamins í umíjöllun um listaverk og íjölföldun er hið
margfræga hugtak „ára“. Ara listaverksins er samkvæmt skilgreiningu Benjamins
eitthvað sem ekki er hægt að fjölfalda, það sem eftir er þegar verkið hefur verið
tæknilega fjöldaframleitt, því að hún er nátengd nærveru listaverksins sjálfs sem
einstaks og upprunalegs hlutar. Hér koma einnig til þættir eins og handbragð
hstamannsins sjálfs auk fleiri atriða sem ekki verður farið út í hér.
Benjamin kynnir einnig til sögunnar ný hugtök yfir tvenns konar gildi, sem
nefnd hafa verið á íslensku „dýrkunargildi" og „sýningargildi". „Það er misjafnt á
hvað er lögð mest áhersla við skoðun og mat listaverka. Tveir andstæðir þættir
skera sig úr. Annars vegar beinist athyglin að listaverkinu sjálfu, hins vegar að
sýningargildi þess.“7 Orðið „dýrkunargildi", er að sumu leyti villandi á íslensku og
mætti ef til vill tala um varðveislugildi í þess stað, en það nær þó ekki merkingu
þýska hugtaksins, sem er „Kultwert". Að auki nefnir Benjamin listgildi (en ræðir
það ekki nánar).
Hugtakið dýrkunargildi (eða varðveislugildi) tekur einkum til listaverksins sem
dýrgrips sem er umlukinn einhvers konar dulúð og þar sem meira máli skiptir að
varðveita verkið en veita aðgang að því og sýna það. Dýrkunargildið stendur í
beinu sambandi við markaðsvirði verksins og er tengt eldri þjóðfélags- og fram-
leiðsluháttum. Sem dæmi um verk þar sem dýrkunargildið er í fyrirrúmi mætti
taka málverk Leonardos da Vinci af Mónu Lísu.
Hugtakið sýningargildi tekur til verksins sem sýningargrips sem metinn er út
frá því hvort á hann er horft og hversu oft og mikið. Því fleiri sem sjá hlutinn/
myndina því betra. Sem dæmi um verk þar sem sýningargildið er í fyrirrúmi
mætti taka hvaða auglýsingu sem er sem birtist í blöðum, sjónvarpi og á fletti-
skiltum: Það sem skiptir máli er ekki að varðveita tiltekna auglýsingu í tilteknu
blaði, heldur að sem flestir sjái hana og verði fyrir áhrifum af henni.
Dýrkunargildi og sýningargildi standa því í öfugu hlutfalli við hvort annað.
Verk sem hefur mikið dýrkunargildi hefur lítið sýningargildi og öfugt. Ahrif
fjöldaframleiðslu á listaverkið gerir það að verkum að dýrkunargildið víkur og
sýningargildið nær yfirhöndinni. Hin tæknilega fjöldaframleiðsla losar listaverkið
úr hefðbundnu samhengi og úr hefðbundnum skoðunarháttum, flytur myndina
inn í hvaða samhengi sem er og virkjar þar hlutinn sem myndin er af. „Aran“
hverfur og sýningargildið verður varðveislugildinu yfirsterkara.
Tæknilega fjöldaframlcidd list er þá list þar sem sýningargildið situr í fyrir-
rúmi. Slíkri list er miðlað til fjöldans í formi tæknilega framleiddra verka (eftir-
líkinga eða verka sem búin eru til með tæknilegum aðferðum fjöldaframleiðslu, til
dæmis kvikmynda) sem eru sett fram sem vara og beinlínis ætluð til neyslu. Slík
7 Walter Benjamin, „Listaverkið á tímum fjöldaframleiðslu sinnar“, bls. 19-20.