Hugur - 01.01.2007, Side 78

Hugur - 01.01.2007, Side 78
76 Kristján Kristjánsson En getum við yfirhöfuð sótt einhvern siðferðilegan lærdóm til klípusagna? Ég er sjálfur á báðum áttum um það. Ég reifa ýmsar efasemdir um kh'pusögur í inn- ganginum að greininni sem Jón gerir að umtalsefni7 og kemst þar að þeirri niður- stöðu að þær séu ekki „ýkja heilnæmt fóður“ í siðferðilegu uppeldi. Eina réttlæting þeirra erfrœðileg. að hjálpa okkur að greina miili innbyrðis líkra siðferðiskenninga og átta okkur á hvorum megin hryggjar við liggjum með tilliti til þeirra. Jón hefði, sér að hallalausu, mátt nefna þessar efasemdir mínar. Lesandi ritgerðar hans gæti dregið þá ályktun að ég og nytjastefnumenn almennt hefðum sérstakt yndi af að kjamsa á blóðugum klípusögum. Einn gallinn við sögur af þessu tagi er að þær ýkja hinn raunverulega mun sið- ferðiskenninga. Með því að einblína á langsótt jaðardæmi er horft framhjá þeirri jákvæðu og uppbyggilegu staðreynd að nytjastefnumaður, dygðafræðingur og kantisti væru ugglaust sammála um lausn 99% þeirra siðferðilegu vandamála sem mæta okkur í daglegu lífi. Þá hafði oftrú Kohlbergs á klípusögum að minni hyggju skaðleg áhrif á að minnsta kosti tvær kynslóðir kennara, uppeldisfræðinga og sál- fræðinga sem trúðu niðurstöðunum úr rannsóknum hans á siðferðisþroska barna og unglinga.8 Þar sem börnin og unglingarnir vissu ekki sitt rjúkandi ráð þegar kom að framandi dæmisögum á borð við þá frægustu um Heinz og dauðvona konuna hans (er eingöngu var hægt að bjarga með því að stela handa henni lyfj- um) dró Kohlberg þá ályktun að siðferðisþroski þeirra væri á undur lágu stigi. Sem betur fer eru kenningar Kohlbergs nú fallnar af stalli.9 Til viðbótar þessu halda sumir því fram - þó að það sé mun umdeildara - að notkun klípusagna við rannsóknir á siðferðisþroska mismuni konum; karlarnir séu viljugari að taka af- stöðu til þeirra með því að „láta gossa“ og veifa frekar röngu tré en öngu. Þeir fái svo punkta fyrir að taka ákvörðun en konurnar enga fyrir að bíða átekta. Og þannig mætti lengi telja hina mögulegu ágalla. Jón nefnir réttilega að lesendur dæmigerðrar kfipusögu séu beðnir um að ganga inn í „gerviheim" (s. 50) þar sem líklegra sé að hugsun þeirra blindist af ryki en að þeir verði eitthvað siðvitrari. Samt sem áður notar hann klípusögur - alveg eins og ég gerði í greininni sem hanri gagnrýnir - til að árétta fræðilegan mun á af- stöðu nytjastefnumanna og annarra. Jón hefði mátt nefna annað í þessu sambandi og það er að nánast allar frægustu klípusögurnar eru samdar af yfirlýstum and- stæðingum nytjastefnunnar (fólki á borð við Bernard Williams og Philippu Foot) til að koma höggi á hana. Svo fjarri fer að það séu nytjastefnumennirnir sem bjóða lesendum inn í „gerviheiminn" að því er þveröfúgt farið: Nytjastefnumenn- irnir samþykkja heimboðið með semingi! Þeim er bannað að breyta forsendum klípusagnanna, hversu fáránlegar sem þær virðast. Tökum dæmi Bernards Willi- ams af ferðamanninum og herforingjanum. Augljósasta afstaða nytjastefnu- mannsins - og raunar hvaða sæmilega viti borins manns sem er - væri vitaskuld að skjóta ekki fangann, af þeirri einföldu ástæðu að herforingi sem gerir manni 7 „Af tvennu illu“ í Af tvennu illu: Ritgerðir um heimspeki (Reykjavík: Heimskringla, 1997). 8 L. Kohlberg, Essays on Moral Development, I-III (New York: Harper & Row, 1981). 9 Sjá nánar í bók m\nn\, JustiJying Emotions: Pride andJealousy (London: Roudedge, 2002, endurútg. sem kilja, 2006), s. 184-187.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.