Hugur - 01.01.2007, Side 87
Málsvörn
85
við þá niðurstöðu að stórmennskuhugsjón mín sé óaristótelísk. Ég ætla því að
malda örlítið í móinn.
2.2
Svo fjarri fer, segir Róbert okkur, að seinlæti, hvíldrækni, rómstyrkur og rólegt fas
stórmennisins séu slysaleg aukaatriði í lýsingu þess að það voru einmitt þessi
atriði sem ollu því að ýmsir hugsuðir 19. aldar, á borð við Mill, Nietzsche, Emer-
son og Thoreau, vildu endurreisa stórmennskuna. Flýtir, asi og æsingur voru tekin
að einkenna „öld vinnunnar“ á upphafsskeiði borgaralegra atvinnuhátta. Hugs-
uðirnir sem hér eru nefndir sáu í stórmennskuhugsjóninni afturhvarf til fjarg-
viðralausari tíma þar sem útvaldir gátu notið lífsins við hægferðugar tómstundir
fjarri skarkala heimsins. Dugnaður og strit, sem meðal annars getur falist í að
þurfa að „strá um sig góðverkum" án afláts, voru fyrir þeim algjör andstæða þess-
arar hugsjónar.
Nú þekkir Róbert marga þessa hugsuði betur en ég og þær hvatir sem kunna að
hafa dregið þá að stórmennskuhugsjón Aristótelesar. Ég get þó ekki fallist á að
slæpingsháttur og siðferðilegt seinlæti séu sérstök einkenni á siðakenningu Mills.
Honum hugnaðist vissulega illa sá skikkur að þurfa að skrifa í flýti fyrix lesendur
sem lesa í flýti; en sé til einhver kenning bráðabugsins í siðfræði þá er það nytja-
stefna Mills. Henni er einmitt tíðum fundið það til foráttu að slá undir nára fólks
og knýja það til að strá um sig góðverkum af slíkri kröfuhörku að leiði til of-
reynslu og útkulnunar.25 David, söguhetjan í einni af hinum ágætu skáldsögum
Nicks Hornby, er dæmi um ofvirkan nytjastefnumann.26 Þegar sagan hefst er
hann amasamur og kaldgeðja dálkahöfundur, en eftir áföll í hjónabandinu og
samskipti við andlegan heilara, sem rænir hann allri reiði, fær hann köflun um að
bjarga heiminum. Hann gefur eigur sínar og barnanna sinna (að þeim forspurð-
um) til fátækra, býður heimdislausum götulýð að búa í húsi sínu og boðar sam-
hjálp og líknarverk hveijum sem heyra vifl. Börnin hans taka þessum sinnaskipt-
um vel í byrjun en að lokum hefur botnlaus hugsjónamennska Davids þau
eftirköst að fjölskyldan riðlast og allar hinar góðu ætlanir hans fara út um þúfur.
Það sem verður honum að fafli er siðferðilegur asi og ofmetnaður.
Er Aristóteles, andstætt þessu, talsmaður siðferðilegrar hœgðarí Sá sem rýnir í
greiningu hans á dygðunum tveimur sem koma næst á undan stórmennskunni í
Siðfrœði Níkomakkosar, veglyndi og stórlyndi (veglyndi í stórum stíl), mun seint
geta dregið þá ályktun. Hinn veglyndi gefur þeim sem skyldi, þegar skyldi: af
rausn, með ánægju og án eftirgangsmuna. Hann freistast jafnvel stundum til að
gefa „skefjalaust, þannig að hann skilji of lítið eftir handa sjálfum sér; það er
merki veglyndis að horfa síst til sjálfs sín“. Hann metur eigið fé umfram allt sem
sjóð til að veita hinum þurfandi. Það er afskaplega erfitt að sjá hinn veglynda fyrir
sér sem silakepp sem lætur sér óbrátt um góðgerðir og aðhyllist siðferðilegan
25 Sjá t.d. Scheffler, Ihe Rejection of Consequentialism, sem fyrr var til vitnað.
26 How to Be Good (Harmondsworth: Penguin, 2001).