Hugur - 01.01.2007, Síða 87

Hugur - 01.01.2007, Síða 87
Málsvörn 85 við þá niðurstöðu að stórmennskuhugsjón mín sé óaristótelísk. Ég ætla því að malda örlítið í móinn. 2.2 Svo fjarri fer, segir Róbert okkur, að seinlæti, hvíldrækni, rómstyrkur og rólegt fas stórmennisins séu slysaleg aukaatriði í lýsingu þess að það voru einmitt þessi atriði sem ollu því að ýmsir hugsuðir 19. aldar, á borð við Mill, Nietzsche, Emer- son og Thoreau, vildu endurreisa stórmennskuna. Flýtir, asi og æsingur voru tekin að einkenna „öld vinnunnar“ á upphafsskeiði borgaralegra atvinnuhátta. Hugs- uðirnir sem hér eru nefndir sáu í stórmennskuhugsjóninni afturhvarf til fjarg- viðralausari tíma þar sem útvaldir gátu notið lífsins við hægferðugar tómstundir fjarri skarkala heimsins. Dugnaður og strit, sem meðal annars getur falist í að þurfa að „strá um sig góðverkum" án afláts, voru fyrir þeim algjör andstæða þess- arar hugsjónar. Nú þekkir Róbert marga þessa hugsuði betur en ég og þær hvatir sem kunna að hafa dregið þá að stórmennskuhugsjón Aristótelesar. Ég get þó ekki fallist á að slæpingsháttur og siðferðilegt seinlæti séu sérstök einkenni á siðakenningu Mills. Honum hugnaðist vissulega illa sá skikkur að þurfa að skrifa í flýti fyrix lesendur sem lesa í flýti; en sé til einhver kenning bráðabugsins í siðfræði þá er það nytja- stefna Mills. Henni er einmitt tíðum fundið það til foráttu að slá undir nára fólks og knýja það til að strá um sig góðverkum af slíkri kröfuhörku að leiði til of- reynslu og útkulnunar.25 David, söguhetjan í einni af hinum ágætu skáldsögum Nicks Hornby, er dæmi um ofvirkan nytjastefnumann.26 Þegar sagan hefst er hann amasamur og kaldgeðja dálkahöfundur, en eftir áföll í hjónabandinu og samskipti við andlegan heilara, sem rænir hann allri reiði, fær hann köflun um að bjarga heiminum. Hann gefur eigur sínar og barnanna sinna (að þeim forspurð- um) til fátækra, býður heimdislausum götulýð að búa í húsi sínu og boðar sam- hjálp og líknarverk hveijum sem heyra vifl. Börnin hans taka þessum sinnaskipt- um vel í byrjun en að lokum hefur botnlaus hugsjónamennska Davids þau eftirköst að fjölskyldan riðlast og allar hinar góðu ætlanir hans fara út um þúfur. Það sem verður honum að fafli er siðferðilegur asi og ofmetnaður. Er Aristóteles, andstætt þessu, talsmaður siðferðilegrar hœgðarí Sá sem rýnir í greiningu hans á dygðunum tveimur sem koma næst á undan stórmennskunni í Siðfrœði Níkomakkosar, veglyndi og stórlyndi (veglyndi í stórum stíl), mun seint geta dregið þá ályktun. Hinn veglyndi gefur þeim sem skyldi, þegar skyldi: af rausn, með ánægju og án eftirgangsmuna. Hann freistast jafnvel stundum til að gefa „skefjalaust, þannig að hann skilji of lítið eftir handa sjálfum sér; það er merki veglyndis að horfa síst til sjálfs sín“. Hann metur eigið fé umfram allt sem sjóð til að veita hinum þurfandi. Það er afskaplega erfitt að sjá hinn veglynda fyrir sér sem silakepp sem lætur sér óbrátt um góðgerðir og aðhyllist siðferðilegan 25 Sjá t.d. Scheffler, Ihe Rejection of Consequentialism, sem fyrr var til vitnað. 26 How to Be Good (Harmondsworth: Penguin, 2001).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.