Hugur - 01.01.2007, Qupperneq 88
86
Kristján Kristjánsson
hægagang. Aristóteles á að vísu svar við vanda Davids; sá hafi ekki raunverulega
tileinkað sér dygðina veglyndi heldur aðra öfgamynd hennar, skaðvæna eyðslu-
semi: „Því sá maður er eyðslukló sem tortímist af eigin völdum, og sóun eigna
telst vera eins konar sjálfseyðing“.27 En eitt er að vara við flumbrugangi og of-
virkni, annað að hvetja beinlínis til þess að fólk fari sér hægt í góðverkunum.
Hvað sem líður einstökum ummælum hans um stórmennið verður naumast séð
að Aristóteles hvetji almennt til hins síðarnefnda.
2-3
Róbert gæti svarað því til að það sem einkenni stórmennið sé ekki umfram allt
siðferðileg hægð - ófelmtleg framkvæmd dygðanna - heldurpersómdeghægb: Hið
rólega fas og lundhægð séu svo djúpt ofnir þættir í skapgerð þess, svo að ekki sé
minnst á dálætið á tómstundum umfram vinnu, að þeim verði ekki svipt burt úr
lýsingu stórmennskunnar nema með því að gelda hana. Nú sé hins vegar meiri
skriður á mannlífinu og fólk hafi tamið sér lífsmáta sem sé ósamrýmanlegur
stórmennskuhugsjóninni, burtséð frá allri heimspekilegri réttlætingu hennar.
Þetta minnir mig á hina dásamlegu bók Milans Kundera, Með hœgð, þar sem
sögumaður spyr: „Hvers vegna er fólk hætt að njóta þess að fara sér hægt? Æ,
hvað er orðið af skýjaglópunum frá því forðum? Hvar eru þeir, auðnuleysingjarnir
sem lofsungnir voru í þjóðvísunum, flækingarnir sem ráfuðu frá einni myllu til
annarrar og sváfu undir berum himni?" Sögumaður syrgir forna tíma þegar menn
dunduðu sér við að „góna upp í glugga Guðs“; í okkar heimi sé hins vegar sett
samasemmerki milli aðgerðaleysis og iðjuleysis og hraðinn orðinn að sæluvímu
nútímans.28
Nú langar mig hins vegar að varpa fram örlítilli tilgátu. Hún er sú að sá lífsmáti
sem stórmennskan ber í sér eigi meira skylt með okkar samtíð en þeirri samtíð
sem 19. aldar hugsuðirnir hans Róberts eða sögumaður Kunderas þekktu og lýstu.
„Því við störfum svo að við megum njóta tómstunda",29 kenndi Aristóteles. Þessi
hugmynd kann að hafa verið framandi vinnusiðfræði mótmælendatrúarinnar á
frumskeiði módernismans ogjafnvel síðar, í Tékkóslóvakíu Kunderas, þegar hug-
sjón „hins hagsýna, vinnandi manns“ reið enn húsum. Samtímamaðurinn í hin-
um bjargálna vestræna heimi 21. aldar er hins vegar ekki umfram allt homo econ-
omicus heldur homo ludens: líklegri til að skemmta en vinna sér til ólífis. Og þótt
hugmynd okkar um þýðingu tómstunda sé talsvert önnur en Aristótelesar, sem
taldi þeim best varið til kyrrlátrar íhugunar, þá tengir okkar samtíð og hans sú
forsenda að vinnustritið eitt veiti mönnum ekki lífsfyllingu heldur svölun ein-
hverra dýpri þarfa í sálum okkar. Hér má einnig minna á hægagangshreyfinguna
(„Slow Movement“) sem á auknu fylgi að fagna á Vesturlöndum og hefur smám
27 Siðfrœði Nikomakkosar, fyrra bindi, s. 331-345 [1119^22-1123334].
28 Með htegð, þýð. Friðrik Rafnsson (Reykjavík: Mál og menning, 1995), s. 6-7.
29 Siðfræði Níkomakkosar, síðara bindi, s. 249 [1177^5].