Hugur - 01.01.2007, Síða 99
Heimspeki semfrœðikenning eða iðja?
97
Það sem er handan tungumálsins er ekki dulúðugt af þeim sökum að það sé full-
komlega óskiljanlegt; það er dulúðugt af því að ekki er hægt að segja það. Samt
má hæglega útskýra hið dulúðuga með því að sýna það. Hér virðist eitthvað vera
sem við getum samt bara sýnt. Þessa vinsælu túlkun nefnir Logi Gunnarsson
„dulhyggjutúlkunina".
Það sem dulhyggjutúlkunin finnur í Tractatus er öðru fremur kenning um hvað
hægt er að segja, greining á rökvísi mannlegs máls. I setningafræði þessarar rök-
vísi kemur fram hvað felst í því að tjá merkingarbæra hugsun; allt sem stangast á
við þessa setningafræði verður merkingarlaust. Þessi nálgun virðist endurspegla
hugmyndina um mörk hugsunarinnar sem kynnt er í formálanum. Wittgenstein
lítur á heimspekileg vandamál sem afleiðingu tálsýnar um merkingu: „Flestar
setningar og spurningar sem hafa verið skrifaðar um heimspekileg efni eru ekki
rangar heldur merkingarlausar. Við getum því alls ekki svarað spurningum af
þessum toga heldur eingöngu bent á merkingarleysi þeirra“ (4.003). Setningar
sem dylja okkur merkingarleysi sitt leiða til sýndarvandamála. Líkt og hjá Kant
er árangursleysi heimspekilegra vangaveltna haft til marks um að þær tengist ekki
(og geti ekki tengst) neinu viðfangi. Að setja hugsuninni mörk feli þar með í sér
að læra að greina á milli merkingar og merkingarleysu til að ryðja slíkum mis-
skilningi úr vegi. Samkvæmt dulhyggjutúlkuninni er lykillinn að þessari aðgrein-
ingu fólginn í kenningunni um það, hvað hægt er að segja.
En hvernig getur Tractatus sett hugsuninni mörk innan tungumálsins, eins og
talað er um í formálanum? Hugmyndin um málrýni felur í sér þversögn, þar sem
hún reynir að taka sér stöðu handan tungumálsins innan tungumálsins - stöðu
þar sem hún ætlar sér að skilja bœði það sem hægt er að segja og það sem ekki er
hægt að segja, bceði það sem hægt er að hugsa og það sem ekki er hægt að hugsa.
Dulhyggjutúlkunin leggur til lausn á þessu vandamáli. Kenninguna um hvað
hægt er að segja, sem lögð er fram í Tractatus, má ekki skilja sem svo að hún sé
bókstafiega að draga mörkin. Meginatriðin sem hún felur í sér er i eðli sinu ekki
hægt að segja - þau snúa að tengslum tungumálsins og heimsins í heild sinni, því
sem Wittgenstein kallar „rökform" tungumálsins (4.12). Innsýnin í virkni tungu-
málsins er sem sagt í mótsögn við sjálfa sig. En þótt við getum ekki sagt það sem
þessi innsýn felur í sér getur það þó sýnt sig: „Setningin sýnir rökform veruleik-
ans. Hún sýnir fram á það“ (4.121).
Þannig verður til hópur setninga sem í raun eru merkingarlausar - eins og
stigamyndlíkingin gerir ráð fyrir -, en hafa samt heimspekilega þýðingu sem þær
sýna. Rökvísi tungumálsins gerir okkur ómögulegt að orða innihald þessara setn-
inga beint; „strangt til tekið“ - svo maður noti vinsælan varnagla eldri túlkana -
segja slíkar setningar því ekkert.9 Samt býr eitthvað í þeim sem ekki er hægt að
segja og hefðbundna túlkunin gerir allt sem í hennar valdi stendur til að útskýra
þennan ósegjanlega kjarna og færa hann í orð. Setningarnar eru merkingarlausar,
en þó eru þær ekki einfold merkingarleysa - með því að benda á hlutinn tekst
þeim, kannski vegna þess að þær eru merkingarlausar, að sýna fram á eitthvað
9 Gagnrýni á þetta mælskubragð og önnur svipuð má finna hjá Conant, „The Search for Logically Alien
Thought", 150 o.áfr.