Hugur - 01.01.2007, Page 101
Heimspeki semfrœðikenning eða iðja?
99
til þess hvort hún sé sönn eða ósönn. Með öðrum orðum: markasetninguna er
aðeins hægt að skilja sem heimspekikenningu ef hún uppfyllir það lágmarksskil-
yrði rökræðunnar að geta líka verið röng. Eins og Conant segir getur aðeins sú
setning sem fær staðist mögulega (röklega) gagnrýni talist tjá merkingarbært
inntak.12 Og þar er gengið út frá því að bæði staðhæfingin sem kemur fram í
tjáningu hugsunarinnar og neitun hennar séu að minnsta kosti hugsanlegar.
Setningin „við getum ekki hugsað neitt merkingarlaust" uppfyllir ekki þessa
kröfu um gagnrýnanleika, því neitun hennar er, samkvæmt kenningunni sem hún
sjálf heldur fram, einfaldlega merkingarlaus. Ef við getum ekki hugsað um merk-
ingarleysur getum við ekki heldur hugsað merkingarlausar hugsanir. Ef við get-
um ekki hugsað merkingarlausar hugsanir getum við ekki heldur ekki fullreynt
að þessi eða hin hugsunin sé merkingarlaus. Við myndum halda því fram að þar
sé eitthvað, en yrðum í sömu mund að segja að þetta „eitthvað" geti ekki verið til.
Markasetningin segir nákvæmlega þetta: að þarna sé eitthvað sem við getum ekki
hugsað. Hvernig gætum við þá sannfært okkur um að ekki sé mögulegt að hugsa
merkingarlausar hugsanir? Hvað væri það sem okkur ætti að mistakast í því sam-
bandi?
Þar sem málrýnin bendir á að „merkingarlausu hugsanirnar“ sem markasetn-
ingin vísar til eigi að vera óhugsandi, er ekki heldur hægt að segja neitt um þær.
Þannig virðist sú viðleitni að draga mörkin verða fáránleikanum að bráð. Ég vil
nefna þetta vandamál kjarna merkingarleysisins: Málrýnin er í þeirri mótsögn
við sjálfa sig að hún gengur út frá að mörkin sem dregin eru í Tractatus varði
merkingarleysu sem gera má ráð fyrir að sé óhugsandi. Málrýnin segir eitthvað
sem vissulega hljómar eins og setning, en er samkvæmt hennar eigin forsendum
merkingarleysa. Hún heldur því fram að okkur sé eitthvað ómögulegt - að hugsa
merkingarlausar hugsanir — en nýtir sér sjálf þann möguleika þegar hún heldur
þessu fram. Hún vísar til einhvers sem samkvæmt hennar eigin kenningu getur
ekki verið til.
III
I formála Tractatus segir að í verkinu verði mörk dregin; stigalíkingin segir að þær
setningar verksins sem draga mörk séu merkingarlausar. Bókarlokin eru í mót-
sögn við upphafið og geta ekki dregið neinar merkingarbærar ályktanir af merk-
ingarlausum setningum. Dulhyggjutúlkunin horfist ekki í augu við spennuna
milh formálans og myndmálsins um stigann; öllu heldur gerir hún þessa spennu
að grundvaUarreglu með því að kynna til sögu milliflokk merkingarleysunnar: við
hlið „einfaldrar merkingarleysu", sem er einfaldlega merkingarlaus, verður til
„jákvæð merkingarleysa", sem er vissulega líka merkingarlaus, en nær á sama tíma
að tjá eitthvað (eitthvað sem ekki er hægt að segja).13 Setningarnar í Tractatus eru
12 Conant nefnir þetta „being able to stand up to the demand for judgement"; sjá Conant, „The Search for
Logically Alien Thought”, 150 og víðar.
Um þessa tvo flokka merkingarleysu má lesa hjá Coru Diamond, „What Nonsense Might Be“, Realistic Spirit,
95-114.