Hugur - 01.01.2007, Page 103
Heimspeki semfrœðikenning eða iðja?
101
orð. Sé sjálfsveran ófær um að koma hugsunum sínum í orð grípur hún til þess að
sýna þær.
Hér spyr meðferðartúlkunin hvað það sé sem sjálfsverunni takist ekki í þessu
sambandi. Hún hvetur til skýrleika: annar möguleikinn er sá að tjáningarmáttur
tungumálsins sé byggður upp á sama hátt og í erlendu tungumáli, þar sem mengi
þess sem hægt er að tjá felur ekki í sér tiltekna hugsun sem er mögulegt að tjá á
frummálinu - þá ijallar málrýnin ekki um mörk hugsunarinnar, heldur um mun-
inn á tveimur aðferðum til að koma hugsunum í orð. Hinn möguleikinn er sá að
við höldum okkur við þá skoðun að setningarnar í Tractatus setji hugsuninni
mörk, málfræðileg mörk í formi rökfræðilegrar setningafræði sem sýnir reglurnar
og greinir merkingu frá merkingarleysu. En hvernig geta reglur sem hægt er að
fara á svig við (með því að sýna) gert tilkall til að draga nauðsynleg mörk? Hvernig
getur bann sem heimspekin sjálf hunsar legið hugsuninni almennt til grundvall-
ar?15 Hugtakið um eðlislæga merkingarleysu ber í augum meðferðartúlkunarinn-
ar vott um innri mótsögn.
Að hafna eðlislægri merkingarleysu leiðir til þess að fallist er á að sjálfsveran
eigi þátt í að skapa merkingu. Samkvæmt meðferðartúlkuninni er ekki hægt að
túlka rökfræðilegar kvíar tiltekinnar setningar óháð þeirri tilvísun sem sjálfsveran
eignar þeim. Þannig er setningin „Smith er með Parkinson“ tvíræð í huga manns
sem þekkir tvo menn sem heita Smith og Parkinson - og því þarf að orða hana
öðruvísi.16 Með hverri merkingargjöf verða til nýjar rökfræðilegar kvíar. Við get-
um ekki fastákvarðað kvíarnar án þess að gefa setningunni ákveðna merkingu; því
er ekkert vit í því að gera ráð fyrir röklegri setningabyggingu óháð merkingar-
gjöfinni. Þannig stendur í Tractatus: „Sérhver möguleg setning er rétt mynduð, og
ef hún hefur enga merkingu getur það aðeins stafað af því að við höfum ekki gef-
ið einhverjum hlutum hennar tilvísun. (Jafnvel þótt við teljum okkur hafa gert
það.)“ (5.4733)
Setning hefur því aðeins röklega setningabyggingu að sjálfsveran gefi henni
merkingu. Sé litið framhjá þessari aðgerð sjálfsverunnar er samkvæmt meðferð-
artúlkuninni til lítils að ræða um það hvort ákveðin teiknaröð brjóti í bága við
rökfræðilega setningafræði eða ekki. Þess vegna túlkar hún dæmigerða setningu
úr Tractatus, líkt og „heimurinn er heild staðreyndanna, ekki hlutanna", ekki sem
eðhslæga merkingarleysu sem þó gerir okkur inntak sitt ljóst. Annað hvort hefur
setningin merkingu eða hún er merkingarlaus - það er enginn millivegur. Og
eingöngu við merkingargjöfina koma rökfræðilegir kvíar í ljós, þá verður rök-
fræðileg setningafræðin sjáanleg. Eða, svo vitnað sé í bók Loga: „Ef [teiknajröð-
inni hefur verið gefin merking, hefiir hún tiltekna röklega setningabyggingu. Ef
henni hefur ekki verið gefin merking, býr hún einfaldlega ekki yfir neinni rök-
legri setningabyggingu. Aðeins þegar henni hefur verið gefin merking á ákveðinn
hátt hefur röð teiknanna röklega setningabyggingu; það skortir einfaldlega slíka
setningabyggingu í öllum öðrum tilfellum."17
x5 Sama rit, 58.
ró Diamond, „What Nonsense Might Be”, 98.
l7 Logi Gunnarsson, Síigi Wittgensteins, 79.