Hugur - 01.01.2007, Qupperneq 105
Heimspeki sem frœðikenning eða iðja?
103
felist í því að segja aðeins það sem hægt sé að segja, það er setningar sem hægt er
að greina hvort séu sannar eða ósannar. Þó tekur hann fram að þessi aðferð sé
ófullnægjandi, því sá sem hefði tileinkað sér hana „hefði ekki á tilfinningunni að
við værum að kenna honum heimspeki". Þegar til kæmi skytu setningar á borð
við „tungumálið hefur mörk“ eða neitun hennar ekki upp kollinum þegar þessari
aðferð er beitt. Setning 6.54 byrjar á: „Setningar mínar...“, sem nú verður að lesa
sem mótvægi við réttu aðferðina: „Setningar mínar, Wittgensteins, skýra á þann
hátt að hver sá sem skilur mig [og ekki setningarnar!] mun að lokum sjá að þær
eru merkingarlausar“. Hin eina rétta aðferð myndi ekki virka, því sjálfsverunni
þætti hún ekki tekin alvarlega. Þess vegna notar Wittgenstein stigaaðferðina til
að sjálfsveran átti sig að lokum sjálf á uppruna tálsýnar sinnar.19 Logi telur þessa
aðferð þá einu sem í boði er: Einmitt vegnapess að engin raunveruleg skýring er á
pvi að setningu hafi ekki verið gefin merking (þótt það gerði ráð fyrir stöðu hand-
an merkingar og merkingarleysis) þarf sjálfsveran að taka þátt 1' tálsýninni, en
hafna henni að lokum.20
Hér verður skýrt að hvaða leyti þessar hugmyndir greina sig frá hugmyndum
um heimspeki sem fræðikenningu. Samkvæmt fræðanálguninni er tilgangur
heimspekinnar að láta okkur í té regluverk sem við getum notað til að greina
rökfræðilega setningaskipan setningar. (Hvort hægt sé að setja reglurnar skýrt
fram eða hvort láta þurfi þær „sýna sig“ sem innsæisatriði er hér aukaatriði.) Þetta
gengur út frá möguleikanum á eðlislægri merkingu og merkingarleysi. Hug-
myndin um „handbók merkingarinnar“ er krafa um eðlislæg mörk sem greina
merkingu frá merkingarleysi. Sama hugmynd felst í þeirri ályktun að sjálfsveran
sem stundar heimspeki afli sér nýrra hæfileika við lestur bókarinnar, hæfileika
sem gera henni kleift að beita aðgreiningunni í framtíðinni.21 Grundvallarkrafan
er alltaf sú að finna mörk, það er að uppgötva eða læra eitthvað', þaðan þiggur
aðgreiningin stöðugleika sinn. Engu að síður leiðir þessi krafa til þess ósamræmis
sem sýnt hefur verið fram á - að sérhver raunveruleg fullyrðing um mörkin hljóti
að vera í mótsögn við sjálfa sig. Meðferðartúlkunin hafnar þeirri hugmynd að
mörkin séu raunveruleg. I jákvæðum skilningi má draga af þessu þá ályktun að
getan til að greina merkingu frá merkingarleysi hafi alltaf búið í sjálfsverunni.
Hún þarf ekki fyrst að læra eitthvað nýtt, ná tökum á tilgátu eða kenningu, til að
öðlast þá skýru sýn sem hún óskar. I neikvæðum skilningi verður að viðurkenna
að blekkingin er alltaf möguleg. Jafnvel þegar lesandi sem skilið hefiir Tractatus
áttar sig á því að hann hefiir látið undan freistingunni og kastar frá sér stiganum
getur hann síðar orðið blekkingu að bráð. Meðferðartúlkunin veitir lesandanum
enga tryggingu. Merkingarleysi mun, eins og Logi orðar það, „halda áfram að
leika hlutverk í lífi lesandans."22
Conant, „Throwing Away the Top of the Ladder”, 363.
20 Logi Gunnarsson, Stigi IVittgensteins, 86.
21 Logi ræðir nánar þessa and-dulhyggjutúlkun, en ekki verður farið út í þá umræðu hér.
22 Sama rit, 76.