Hugur - 01.01.2007, Side 109
Heimspeki semfræðikenning eða iðja?
107
heimspeki. Breytingin er þannig ekki hreyfing sem á sér stað innan einhvers
rýmis sem hœgt er að lýsa, eins og hellislíkingin gefur til kynna. Hún „lyftir“ ekki
sjálfsverunni upp, sjálfsveran „yfirgefur" ekki sína venjulegu sjónarhæð og kemur
sér til frambúðar fyrir á réttum (heimspekilegum) sjónarhóli. Breytingin er ósam-
fellt rof sem ekki verður skilið án vísunar til hennar. Tractatus bendir á rökréttar
ástæður þessa: þar sem sjálfsveran leitar skýringar á einhverju sem er merkingar-
laust er ekki hægt að sanna fyrir henni að hún sé föst í blekkingu. Röksemda-
færsla tekur sér einmitt þá stöðu utan tungumálsins sem ekki er hægt að hugsa
sér. Þess vegna verður að leiða sjálfsveruna til að öðlast hið æskilega innsæi - með
réttum tjáningarmáta og aðferð sem tekur viðleitni hennar alvarlega. Aður en af
þessari sjálfsuppgötvun verður getur sjálfsveran ekki skilið hvað í því felst að
mega að lokum kasta stiganum frá sér.
V
Við lok umræðunnar um heimspeki sem meðferð verður bent á hve nærri „megin-
landsorðræðunni“ þessi túlkun stendur, þótt rætur hennar liggi miklu frekar inn-
an mál- og rökgreiningarhefðarinnar. Foucault greinir í fyrirlestrum sínum um
túlkunarfræði sjálfsverunnar á milli tveggja sögulegra túlkana á sjálfsveruleik-
anum, en áherslur þeirra segir hann vera í forn- og nýöld.26 Þær aðhyllast hvor
sína sýn á tengsl sjálfsverunnar við sannleikann: „Kartesíska“ túlkunin telur sjálfs-
veruna þegar í stakk búna til að greina sannleikann; hún þurfi einungis að læra
rétta aðferð, rétt vinnubrögð. Að mati „andlegu" hefðarinnar þarf sjálfsveran að
breyta sjálfri sér, sjálfsveruleika sínum í víðasta skilningi, til að öðlast „aðgang að
sannleikanum“, eins og Foucault kallar það. Hæfileikann til að bera kennsl á
sannleikann er ekki hægt að skilja óháð afstöðu hennar til sjálfrar sín og gagnvart
öðrum, óháð lífsformi hennar.27 Munurinn er á heimspeki sem (vísindalegri)
fræðikenningu og sem iðju.
Andlega túlkunin líkist meðferðartúlkuninni þar sem hún krefst breytinga á
sjálfsverunni. Hún hugsar sér sannleikann sem eitthvað sem sjálfsveran getur að-
eins skilið með því að vinna fyrst í sjálfri sér - hún er bundin við „sjálfsásfi* sem
breytir sjálfsverunni með „sjálfsæfingum" \Praktiken des Selbst\. Hér er „sannleik-
ur“ skilinn sem eitthvað sem grípur hina breyttu sjálfsveru. Sjálfsveran getur þá
fýrst greint sjálfa sig þegar hún vinnur í sjálfri sér og breytir sér. Sannleikurinn
sem heimspekin stefnir að nær þannig utan um gjörvalla tilveruna.28
26 Michel Foucault, L'herméneutique du sujet. Cours au Collége de France (1981-1982), París 2001.
27 Greining Foucaults á fornaldarheimspeki er undir sterkum áhrifum frá rannsóknum Pierres Hadot, sbr. bók
Hadots Exercices spirituels et philosophie antique, París 1981. Hadot byggði hins vegar greiningu sína á forn-
öldinni á eldri verkum Wittgensteins og vandanum að draga mörk, eins og fram kemur í ritgerðasafni hans
frá árunum 1959-1963 sem nýlega var gefið út í einu bindi og snýst öðru fremur um vandamál tengd mörkum
tungumálsins. Sjá Hadot, Wittgenstein et les limites du langage, Paríó 2005.
28 nAð mati Foucaults tekur sannleikurinn ekki á sig mynd í kyrrlæti orðræðunnar eins og fjarlægt og réttmætt
bergmál raunveruleikans. Öllu heldur er hann eitthvað sem maður lifirfyriri réttmætasta og eiginlegasta skiln-
ingi þeirra orða: logos sem orðinn er virkur í tilvistinni og blæs í hana lífi, magnar hana upp og lætur reyna á
hana: sannreynir hana.“ Eftirmáli Frédéric Gros við Foucault, L'herméneutique du sujet, 510.