Hugur - 01.01.2007, Page 109

Hugur - 01.01.2007, Page 109
Heimspeki semfræðikenning eða iðja? 107 heimspeki. Breytingin er þannig ekki hreyfing sem á sér stað innan einhvers rýmis sem hœgt er að lýsa, eins og hellislíkingin gefur til kynna. Hún „lyftir“ ekki sjálfsverunni upp, sjálfsveran „yfirgefur" ekki sína venjulegu sjónarhæð og kemur sér til frambúðar fyrir á réttum (heimspekilegum) sjónarhóli. Breytingin er ósam- fellt rof sem ekki verður skilið án vísunar til hennar. Tractatus bendir á rökréttar ástæður þessa: þar sem sjálfsveran leitar skýringar á einhverju sem er merkingar- laust er ekki hægt að sanna fyrir henni að hún sé föst í blekkingu. Röksemda- færsla tekur sér einmitt þá stöðu utan tungumálsins sem ekki er hægt að hugsa sér. Þess vegna verður að leiða sjálfsveruna til að öðlast hið æskilega innsæi - með réttum tjáningarmáta og aðferð sem tekur viðleitni hennar alvarlega. Aður en af þessari sjálfsuppgötvun verður getur sjálfsveran ekki skilið hvað í því felst að mega að lokum kasta stiganum frá sér. V Við lok umræðunnar um heimspeki sem meðferð verður bent á hve nærri „megin- landsorðræðunni“ þessi túlkun stendur, þótt rætur hennar liggi miklu frekar inn- an mál- og rökgreiningarhefðarinnar. Foucault greinir í fyrirlestrum sínum um túlkunarfræði sjálfsverunnar á milli tveggja sögulegra túlkana á sjálfsveruleik- anum, en áherslur þeirra segir hann vera í forn- og nýöld.26 Þær aðhyllast hvor sína sýn á tengsl sjálfsverunnar við sannleikann: „Kartesíska“ túlkunin telur sjálfs- veruna þegar í stakk búna til að greina sannleikann; hún þurfi einungis að læra rétta aðferð, rétt vinnubrögð. Að mati „andlegu" hefðarinnar þarf sjálfsveran að breyta sjálfri sér, sjálfsveruleika sínum í víðasta skilningi, til að öðlast „aðgang að sannleikanum“, eins og Foucault kallar það. Hæfileikann til að bera kennsl á sannleikann er ekki hægt að skilja óháð afstöðu hennar til sjálfrar sín og gagnvart öðrum, óháð lífsformi hennar.27 Munurinn er á heimspeki sem (vísindalegri) fræðikenningu og sem iðju. Andlega túlkunin líkist meðferðartúlkuninni þar sem hún krefst breytinga á sjálfsverunni. Hún hugsar sér sannleikann sem eitthvað sem sjálfsveran getur að- eins skilið með því að vinna fyrst í sjálfri sér - hún er bundin við „sjálfsásfi* sem breytir sjálfsverunni með „sjálfsæfingum" \Praktiken des Selbst\. Hér er „sannleik- ur“ skilinn sem eitthvað sem grípur hina breyttu sjálfsveru. Sjálfsveran getur þá fýrst greint sjálfa sig þegar hún vinnur í sjálfri sér og breytir sér. Sannleikurinn sem heimspekin stefnir að nær þannig utan um gjörvalla tilveruna.28 26 Michel Foucault, L'herméneutique du sujet. Cours au Collége de France (1981-1982), París 2001. 27 Greining Foucaults á fornaldarheimspeki er undir sterkum áhrifum frá rannsóknum Pierres Hadot, sbr. bók Hadots Exercices spirituels et philosophie antique, París 1981. Hadot byggði hins vegar greiningu sína á forn- öldinni á eldri verkum Wittgensteins og vandanum að draga mörk, eins og fram kemur í ritgerðasafni hans frá árunum 1959-1963 sem nýlega var gefið út í einu bindi og snýst öðru fremur um vandamál tengd mörkum tungumálsins. Sjá Hadot, Wittgenstein et les limites du langage, Paríó 2005. 28 nAð mati Foucaults tekur sannleikurinn ekki á sig mynd í kyrrlæti orðræðunnar eins og fjarlægt og réttmætt bergmál raunveruleikans. Öllu heldur er hann eitthvað sem maður lifirfyriri réttmætasta og eiginlegasta skiln- ingi þeirra orða: logos sem orðinn er virkur í tilvistinni og blæs í hana lífi, magnar hana upp og lætur reyna á hana: sannreynir hana.“ Eftirmáli Frédéric Gros við Foucault, L'herméneutique du sujet, 510.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.