Hugur - 01.01.2007, Side 111

Hugur - 01.01.2007, Side 111
Heimspeki sem frædikenning eða iðja? 109 atus hefiir fram að færa: „Hvernig getur heimspekin talist láta gott af sér leiða ef hún gerir mig ekki að betri manneskju?" („What is the good of philosophy if it does not make me a better human being?“).30 Þessi lýsing minnir mjög á þá grunnhugmynd andlegu kenningarinnar að heimspeki sé aðferð til að lifa betra h'fi. Samt sem áður leit andlega hefðin á umbyltingu sjálfsverunnar sem upphefð eins og lýst er í hellislíkingunni. Meðferðartúlkunin kannast ekki lengur við þessa föstu verufræði sjálfsverunnar og sýnir þannig að hún er fram komin eftir daga Nietzsches. Einnig er mikilvægt að í Tractatus er aðeins krafist dálítils sjálfsskiln- ings af sjálfsverunni. Jafnvel þótt umræddur skilningur sé tengdur sjálfsveru- leikanum í heild sinni felast ekki í honum neinar ráðleggingar um breytingar á lífsháttum líkt og finna má í lærdómsritum fornaldar. Hvatann til meðferðar, „vinnu í sjálfum sér“, er líka að finna í nýrri verkum sem hafa komist yfir vits- munahyggju eldri verkanna og einbeita sér að áþreifanlegum aðgerðum og hlut- verki þeirra í skynjuninni. Hér eru heldur engin meðmæli gefin eða aðferðum lýst; samt eru heimspekilegar afleiðingar nýrri verkanna þær að sjálfsveruleikinn sem kemur merkingunni á fót er bundinn samfélaginu órofa böndum. Þannig opnast leið til að tengja þá umbyltingu sjálfsverunnar sem Tractatus lætur sér nægja að gefa til kynna við viðmið sjálfsástarinnar. Kannski er eitt helsta einkenni síðari heimspeki Wittgensteins að hún - ólíkt eldri verkum hans - hefiir áttað sig á því að umbylting sjálfsverunnar, meðferðin, næst ekki óháð athöfnum manna á meðal - hún er ekki óháð öðrum.31 Meðferðartúlkunin opnar snertifleti við hefðir og orðræðugreinar sem sam- kvæmt hefðbundnum skilningi standa Tractatus og annarri heimspeki Wittgen- steins fjarri. Hún reynir að skilja hið heimspekilega verkefni að draga mörk merk- ingarinnar á eins rökréttan og skýran hátt og kostur er, og skilur heimspeki þess vegna á þann hátt sem fátt á sameiginlegt með bjartsýnni vísindatrú samtímans. I þessari ritgerð hefur einungis verið sýnt hvernig meðferðartúlkunin kemst að niðurstöðu sinni og finnur sér stað innan fræðanna; hvort hún sé „rétta“ túlkunin er spurning sem ekki fæst svarað hér. Þau þverstæðukenndu vandamál sem ljá meðferðartúlkuninni mátt sinn eru mikilvæg heimspekileg verkefni hvað sem Tractatus líður.32 Tilgangur þessa texta var því að draga afleiðingar og mögulegar tengingar þessarar túlkunar fram í dagsljósið og gefa í leiðinni mynd af túlkun- inni sem heldur til haga áhrifamætti hennar þegar glímt er við álitamál á sviði rökfræði og tungumáls. Meðferðartúlkunin krefst þess ekki aðeins að verk Wittg- ensteins séu lesin í nýju, tilvistarlegu ljósi; hún sýnir jafnframt að þrátt fyrir allar tilraunir beggja aðila til að loka sig af eiga viðfangsefni heimspekinnar beggja 30 Conant, „Throwing Away thc Top of the Ladder", 364. 3t Sama gildir um staðhæfingu Eike von Savigny sem bók hans, Der Menscb als Mitmenscb, Munchen 1996, dregur nafn sitt af. 32 Hér kemur jafnframt fram greinilegur veikleiki meðferðartúlkunnrinnar sem aðferðar til að skilja Tractatus. Eins og bók Loga sýnir fram á er hægt að ræða almennu vandamálin á fullnægjandi hátt með því að einskorða sig við spennuna á milli formálans og bókarlokanna. Meginmálið skiptir afar litlu máli í þessari lausn á spennunni, það er nánast óþarft að gefa því nokkurn gaum. Því má halda fram að með því að velja þessa leið sé Tractatus ekki sýnd full sanngirni í öllum atriðum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.