Hugur - 01.01.2007, Page 113
Hugur | i8.ár, 2006 | s. 111-119
Giorgio Agamben
Undantekningarástand
I riti sínu Pólitískri guðfrœði (Politische Iheologie, 1922) sýndi Carl Schmitt fram á
að náinn skyldleiki er með undantekningarástandi og fullveldi.1 Þrátt fyrir að
fræg skilgreining hans á handhafa fullveldisins sem „þeim sem getur lýst yfir
undantekningarástandi" hafi verið rædd í þaula þá skortir okkur enn raunveru-
lega kenningu um undantekningarástandið sem býr í opinberum rétti. Svo virðist
sem kenningasmiðir og sagnfræðingar á sviði lögfræði líti á þennan vanda sem
spurningu um staðreyndir fremur en ósvikið lagalegt álitamál.
Sjálf skilgreining hugtaksins er flókin vegna þess að það liggur á mörkum laga
og stjórnmála. Samkvæmt almennum hugmyndum á undantekningarástandið
heima á „margræðu og óljósu jaðarsvæði þar sem svið laga og stjórnmála skarast",
þar sem „jafnvægið milli opinbers réttar og pólitískra staðreynda raskast". Verk-
efnið sem lýtur að því að skilgreina mörkin þolir hins vegar enga bið. Sé litið á
þær óvenjulegu aðgerðir sem einkenna undantekningarástandið sem einbera af-
leiðingu af kreppu í stjórnmálum, er verði af þeim sökum að skilja út frá pólitísku
landslagi fremur en lögum eða stjórnskipun, er þeim jafnframt stillt upp á þver-
stæðukenndan hátt sem lagalegum aðgerðum sem þó séu óskiljanlegar frá sjónar-
hóh laganna, og undantekningarástandið birtist þá sem lagalegt form þess sem
getur ekki haft lagalegt form.
Og að því gefnu að undantekning fullveldisins sé sú upprunalega skipan sem
tengir lögin við lífið með það fyrir augum að hafa lífið með í þeirri sömu athöfn
sem skýtur framkvæmd laganna á frest, þá er kenning um undantekningarástand
for-skilyrði þess að skilja tengsl hinnar lifandi veru við lögin. Að svipta hulunni af
þessu óafmarkaða svæði á mörkum pólitískra staðreynda og opinbers réttar ann-
ars vegar og lagakerfis og lífs hins vegar, er að átta sig á merkingu greinarmunar-
ms sem gert er ráð fyrir að sé á milli sviðs stjórnmála og sviðs laganna, og á milli
laga og lífs. Meðal þeirra atriða sem torvelda skilgreiningu á undantekningar-
astandi eru tengsl þess við borgarastríð, uppreisn og réttinn til að veita viðnám.
Og vegna þess að borgarastríð er andstæða hins venjulega ástands innan ríkisins
[Textinn sem hér birtist er unninn upp úr fyrirlestri sem fluttur var við Université Paris VII og er byggður á
fyrsta kafla bókar Agambens Síaío di eccezione: Homo Sacer II (Tórínó: Bollati Boringhieri, 2003). Við þýð-
inguna var stuðst við enska gerð textans sem fyrir liggur á http://www.makeworlds.org/node/16.]