Hugur - 01.01.2007, Side 120
118
Giorgio Agamben
gagnrýni Schmitts á hina frjálslyndu hugmynd um réttarríki telur lögspekin
franska að sérhvert undantekningarástand sé tilbúningur er þykist heyra undir
lög og rétt.
Benjamin endurmótar andstæðuna þarna á milli í þeim tilgangi að snúa henni
gegn Schmitt: þegar möguleikinn á undantekningarástandi, þar sem undantekn-
ingin og viðmiðið eru aðskilin í tíma og rúmi, er orðinn að engu hefur undan-
tekningarástandið sem við búum við, ástandið þar sem við getum ekki lengur
greint regluna, komist í framkvæmd. I þessu tilviki hverfa öll tilbúin tengsl á
milli reglunnar og laganna: Það er aðeins til svæði lögleysunnar þar sem hreint
ofbeldi án lagalegra klæða ríkir. Nú verður okkur kleift að skilja rökræðuna á milli
Schmitts og Benjamins. Agreiningurinn á sér stað á þessu svæði lögleysunnar og
Schmitt verður að halda í tengsl þess við lögin hvað sem það kostar, en Benjam-
in verður á hinn bóginn að frelsa það undan sambandinu. Það sem hér er í húfi
er sambandið á milli ofbeldis og laga, það er, staða ofbeldis sem leynilegs teikns
fyrir pólitískar aðgerðir. Deilan [logomachia\ um lögleysuna virðist vera jafn
mikilvæg vestrænum stjórnmálum og „barátta risanna um veruna“ sem hefur
auðkennt vestræna frumspeki. Hreint ofbeldi sem hið pólitíska hverfist um svarar
til hreinnar veru sem frumspekin hverfist um; hin veru-guðfræðilega stjórnlist
sem leitast við að innlima hreina veru í kerfi logos-ms svarar til stjórnlistar undan-
tekningarinnar sem verður að tryggja tengslin á milli ofbeldis og laga. Það er
engu líkara en lögin og logos-inn þurfi á löglausu eða „óröklegu“ svæði frestunar-
innar að halda til að geta myndað tengsl við lífið.
Hin formgerðarbundna nálægð laga og lögleysu, hreins ofbeldis og undantekn-
ingarástands á sér einnig ranghverfu, eins og oft er raunin. Sagnfræðingar, þjóð-
fræðingar og sérfræðingar í þjóðháttum þekkja vel til lögleysuhátíða eins og Sat-
urna/ia Rómverja, hrynæðisins [charivari] og karnivalsins á miðöldum, sem fresta
og snúa á haus lagalegum og félagslegum tengslum er einkenna venjulegt ástand.
Húsbændur verða að þjónum, menn klæða sig upp og hegða sér eins og dýr, illir
siðir og glæpir sem undir venjulegum kringumstæðum er lagt bann við eru nú
skyndilega leyfð. Karl Meuli var fyrstur til að undirstrika sambandið á milli þess-
ara lögleysuhátíða og tilfella þar sem lögunum er frestað og einkenna ákveðnar
fornar stofnanir er lúta að hegningum. Við þessar aðstæður, eins og þegar iustitium
ríkir, er hægt að drepa mann án þess að þurfa að fara fyrir dóm, eyðileggja hús
mannsins og hirða eigur hans. Því fer fjarri að óregla karnivalsins og ofsafengin
eyðilegging hrynæðisins endurskapi goðsögulega fortíð; öllu heldur raungera þau
raunverulegt, sögulegt upplausnarástand. Hið óræða samband laga og lögleysu er
þar með dregið fram í dagsljósið: undantekningarástandinu er umbreytt í hömlu-
lausa hátíð þar sem menn láta skína í hreint ofbeldi og njóta þess í algjöru frelsi.
Póhtískt kerfi Vesturlanda lítur því út fyrir að vera tvöfalt stjórnkerfi sem varð
til í díalektík á milli tveggja misleitra og, að því er virðist, andstæðra hluta; nomos
og lögleysu, lagalegs réttar og hreins ofbeldis, laga og lífsforma sem undantekn-
ingarástandinu er ætlað að tryggja að blómstri. Svo lengi sem þessir hlutir eru
aðskildir virkar díalektíkin á milli þeirra, en þegar þeir hneigjast til gagnkvæmrar
óvissu og renna saman í einstakt vald með tvær hliðar, þegar undantekningin