Hugur - 01.01.2007, Side 132
130
Christian Ni/sson
lægt, heldur hið alfarið veraldlega, hið veraldlega á eigin forsendum. Sú virkni
sem Benjamin segir „búa í haginn" fyrir komu hins messíaníska ríkis felst þar af
leiðandi í því að gera hið veraldlega raunverulega veraldlegt.
Til að renna frekari stoðum undir slíka túlkun má benda á það sem Benjamin
skrifar um restitutio in integrumiS í textabroti sínu. Benjamin heldur því fram að
ekki komi aðeins til andlegar málsbætur, heldur einnig veraldlegar. Með þessum
veraldlegu málsbótum er hið veraldlega að fúllu bætt, sem slíkt, án allra undan-
tekninga. Þetta „alfarið“ veraldlega svið „svarar" að sögn Benjamins til hins and-
lega restitutio in integrum.
Þannig fer Benjamin að ekki ósvipað gnostíkum og leggur áherslu á að engin
tengsl séu milli hins veraldlega og hins messíaníska ríkis. En ólíkt almennum
skilningi á kenningum gnostíka er ekki að finna hjá Benjamin nokkurn vott af
lítilsvirðingu á hinu veraldlega, og þegar allt kemur til alls er það ekki aðskilið
hinu guðlega. Þessu er þveröfúgt farið: þegar hið veraldlega hefúr verið frelsað úr
togstreitusambandi sínu við það sem á að vera handanlægt, þegar hið veraldlega
er orðið alfarið veraldlegt, þegar fallist er á endanleika þess og hvernig það „hverf-
ur á braut“, þá verður hið veraldlega (eða „náttúran", eins og Benjamin skrifar í
textabrotinu) „messíanískt".
Kapítalismi sem trúarbrögð
I augum Agambens er hið messíaníska því viðmið stjórnmálanna. Þessi hugmynd
um hið messíaníska er hins vegar, að sögn Agambens, „alltaf veraldleg, aldrei af
meiði trúarbragða".36 Þessi skoðun tekur á sig nýjan blæ í nýlegri ritgerð þar sem
Agamben ræðir um pólitíska starfsemi sem „hversdagsvæðingu" \„profanation“~\?y
Sifjafræði aðskilnaðarformgerðar fúllveldisins er hér lýst út frá aðskilnaði verald-
legs og heilags sviðs. Agamben heldur því fram að í dag hafi kapítalisminn þróast
yfir í formgerð „hreins“ aðskilnaðar. Með tilvísun til enn eins textabrots eftir
Benjamin lýsir Agamben því þannig yfir að kapítalisminn spretti ekki aðeins af
siðferði mótmælenda, heldur viðhaldi hann grunnformgerð trúarbragðanna.38
Grunnathöfn trúarbragðanna felst í því að lýsa ákveðna hluti, einstaklinga og
staði „heilaga" og setja þar með skýrar reglur um umgengni við þá. I framhaldi af
þessu bendir Agamben á að nú orðið virðist okkur allir hlutir vera vörur sem eru
til sýnis en ekki til frjálsra afnota. Þetta hugtak um „frjáls afnot" er nýjasta fram-
lag Agambens í safn þeirra margvíslegu líkana sem standa í tengslum við „stjórn-
35 [Þetta lagalega hugtak er að jafnaði þýtt með orðalaginu „endurreisn fyrra ástands“, en einnig má skilja það
sem „fullar málsbætur*.]
36 G. Agamben, „,I am sure you are more pessimistic than I am...‘ An interview with Giorgio Agamben“, Re-
tbinking Marxism, 16:2, apríl 2004, s. 119-120.
37 G. Agamben, „Lob der Profanierung“, Profanierungen, þýð. M. Schneider (Frankfurt am Main: Suhrkamp,
2005), s. 70-91.
38 Sjá W. Benjamin, „Capitalism as Religion" (1921), Selected Writings, 1. bindi, þýð. R. Livingstone (Cambridge,
Mass.: Belknap Press, 2004), s. 288-291.1 bók sinni Homo Sacer II tekur Agamben díalektík trúarbragða og
efnahagslífs til nánari greiningar. Sjá II regno e la gloria. Per una genealogia teologica dell'economia e delgoverno
(Mílanó: Neri Pozza, 2007).