Hugur - 01.01.2007, Page 132

Hugur - 01.01.2007, Page 132
130 Christian Ni/sson lægt, heldur hið alfarið veraldlega, hið veraldlega á eigin forsendum. Sú virkni sem Benjamin segir „búa í haginn" fyrir komu hins messíaníska ríkis felst þar af leiðandi í því að gera hið veraldlega raunverulega veraldlegt. Til að renna frekari stoðum undir slíka túlkun má benda á það sem Benjamin skrifar um restitutio in integrumiS í textabroti sínu. Benjamin heldur því fram að ekki komi aðeins til andlegar málsbætur, heldur einnig veraldlegar. Með þessum veraldlegu málsbótum er hið veraldlega að fúllu bætt, sem slíkt, án allra undan- tekninga. Þetta „alfarið“ veraldlega svið „svarar" að sögn Benjamins til hins and- lega restitutio in integrum. Þannig fer Benjamin að ekki ósvipað gnostíkum og leggur áherslu á að engin tengsl séu milli hins veraldlega og hins messíaníska ríkis. En ólíkt almennum skilningi á kenningum gnostíka er ekki að finna hjá Benjamin nokkurn vott af lítilsvirðingu á hinu veraldlega, og þegar allt kemur til alls er það ekki aðskilið hinu guðlega. Þessu er þveröfúgt farið: þegar hið veraldlega hefúr verið frelsað úr togstreitusambandi sínu við það sem á að vera handanlægt, þegar hið veraldlega er orðið alfarið veraldlegt, þegar fallist er á endanleika þess og hvernig það „hverf- ur á braut“, þá verður hið veraldlega (eða „náttúran", eins og Benjamin skrifar í textabrotinu) „messíanískt". Kapítalismi sem trúarbrögð I augum Agambens er hið messíaníska því viðmið stjórnmálanna. Þessi hugmynd um hið messíaníska er hins vegar, að sögn Agambens, „alltaf veraldleg, aldrei af meiði trúarbragða".36 Þessi skoðun tekur á sig nýjan blæ í nýlegri ritgerð þar sem Agamben ræðir um pólitíska starfsemi sem „hversdagsvæðingu" \„profanation“~\?y Sifjafræði aðskilnaðarformgerðar fúllveldisins er hér lýst út frá aðskilnaði verald- legs og heilags sviðs. Agamben heldur því fram að í dag hafi kapítalisminn þróast yfir í formgerð „hreins“ aðskilnaðar. Með tilvísun til enn eins textabrots eftir Benjamin lýsir Agamben því þannig yfir að kapítalisminn spretti ekki aðeins af siðferði mótmælenda, heldur viðhaldi hann grunnformgerð trúarbragðanna.38 Grunnathöfn trúarbragðanna felst í því að lýsa ákveðna hluti, einstaklinga og staði „heilaga" og setja þar með skýrar reglur um umgengni við þá. I framhaldi af þessu bendir Agamben á að nú orðið virðist okkur allir hlutir vera vörur sem eru til sýnis en ekki til frjálsra afnota. Þetta hugtak um „frjáls afnot" er nýjasta fram- lag Agambens í safn þeirra margvíslegu líkana sem standa í tengslum við „stjórn- 35 [Þetta lagalega hugtak er að jafnaði þýtt með orðalaginu „endurreisn fyrra ástands“, en einnig má skilja það sem „fullar málsbætur*.] 36 G. Agamben, „,I am sure you are more pessimistic than I am...‘ An interview with Giorgio Agamben“, Re- tbinking Marxism, 16:2, apríl 2004, s. 119-120. 37 G. Agamben, „Lob der Profanierung“, Profanierungen, þýð. M. Schneider (Frankfurt am Main: Suhrkamp, 2005), s. 70-91. 38 Sjá W. Benjamin, „Capitalism as Religion" (1921), Selected Writings, 1. bindi, þýð. R. Livingstone (Cambridge, Mass.: Belknap Press, 2004), s. 288-291.1 bók sinni Homo Sacer II tekur Agamben díalektík trúarbragða og efnahagslífs til nánari greiningar. Sjá II regno e la gloria. Per una genealogia teologica dell'economia e delgoverno (Mílanó: Neri Pozza, 2007).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.