Hugur - 01.01.2007, Side 139

Hugur - 01.01.2007, Side 139
137 Ótti á tímum öryggis Áhættma mfélagi ð Með fyrrnefndri fyrstu bók sinni Ahœttusamfélagið skaust Ulrich Beck upp á stjörnuhimin félagsvísindanna. Fyrstu fimm árin seldust yfir 60.000 eintök af bókinni sem þykir mikið fyrir fræðilegt félagsfræðirit og minna þessar viðtökur helst á það þegar Jurgen Habermas skaust fram á sjónarsviðið aldarfjórðungi fyrr. Ahrif bókarinnar, þar sem umhverfisáhættur eru í miðdepli, létu ekki á sér standa í umhverfismeðvituðu Vestur-Þýskalandi níunda áratugarins. Beck hlaut marg- háttaða viðurkenningu, bókin hafði áhrif á stjórnmál og hann var fenginn í ráð- gjafanefnd um framtíðarmál sambandslandanna Bayern og Sachsen árið 1995. Að því loknu starfaði hann í auknum mæli sem stjórnmálaráðgjafi og varð ráðgjafi Gerhardts Schröder 1999. Hann hlaut prófessorsstöðu við London School of Economics 1997 þar sem andlega náskyldur félagsfræðingur og ráðgjafi Tonys Blair, Anthony Giddens, var rektor. En þremur árum áður sendu þeir í samein- ingu frá sér bókina Reflexive Modernization ásamt Lash Scott. Beinum nú sjónum okkar að riti Becks um Ahættusamfélagið: I þróunarferli sínu viðhalda stéttasamfélög tengslum sínum við hug- sjónina um jöfnuð (í ýmsum myndum, allt frá „jöfnum tækifærum" til mismunandi gerða sósíalískra samfélagslíkana). Það er ekki tilfellið í áhættusamfélaginu. Hin normatífa gagnáætlun þess, sem er bæði grund- völlur þess og drifkraftur, miðar að öryggi. Af gildakerfi „óréttláts" sam- félags taka við gildakerfi „óöruggs" samfélags.17 Af þessari tilvitnun má ráða að gagngerar breytingar hafi orðið á vestrænum samfélögum: stéttasamfélög hafa breyst í áhættusamfélög. Líkt og Deleuze, Negri og Hardt telur Beck þessar breytingar vera það róttækar að tala megi um sögulega nýja samfélagsgerð: í tilfelli þeirra fyrrnefndu eftirnútímann og stýringarsamfé- lagið, í tilfelli Becks áhættusamfélagið. Þeir eru einnig sammála um tímasetningu þessara breytinga18 og að einhverju leyti um það í hverju þær felast en að litlu leyti um ástæður þeirra. Þá greinir hins vegar á í grundvallaratriðum hvað varðar hugtakanotkun, afstöðu til nútímans svo og afstöðu til mögulegra leiða út úr ástandi samtímans. Sem yfirlýstur fylgjandi upplýsingarinnar telur Beck nútím- anum (þrátt fyrir áhættusamfélagið) ekki vera lokið, að við séum stödd í síðnútíma (þ. Spátmoderne), sem hann kallar einnig hinn íhugula nútíma (þ. Reflexive Mod- erne).19 Eins og Habermas álítur hann verkefni nútímans ólokið, þ.e. að maðurinn komist til sjálfs sín í gegnum skynsemina og lýðræðið. Þessi afstaða á hvorki mikið skylt við gagnrýna afstöðu hinna fyrrnefndu til skynsemishyggju upp- lýsingar og nútíma, við marxískt byltingarkenndar hugmyndir Negris og Hardts l7 Ulrich Beck, Risk Society: Towards a new modernity, London 1992, s. 49. „I Vestur-Þýskalandi stóðum við frammi fyrir upphafi þessara umskipta eigi síðar en í byrjun áttunda ára- tugarins" (sama rit, s. 20). l9 Þessi hugtök er ekki hægt að leggja að jöfnu við eitt frægasta hugtak Becks „Zweite Moderne" sem er ekki að finna í Áhœttusamfélaginu, heldur mótar Beck það seinna. „Zweite Moderne" lýsir að einhverju leyti ókomnu og æskilegu samfélagi og er því gildishlaðnara og markmiðsbundnara (teleólógískara) en hin hugtökin tvö.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.